Leiðtogar í friðarhug um jólin 24. desember 2006 12:31 Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira