Erlent

Handtekinn á Ítalíu

Ítalinn, sem hitti fyrrum KGB-njósnarann Alexander Litvinenko daginn sem hann veiktist af pólon-210 eitrun, var handtekinn í Napólí á Ítalíu á aðfangadag. Mario Scaramella hefur sætt yfirheyrslum í fangelsi í Róm síðan þá, en lögmaður hans leitar nú leiða til að fá hann leystan úr haldi.

Ekki er talið að handtaka Sacramellos standi í beinum tengslum við lát Litvinenkos, heldur er hann sakaður um ærumeiðingar og rógburð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×