Erlent

Ætlar að bjarga ísbjörnum

Gera má ráð fyrir að ísbirnir verði settir á lista Bandaríkjastjórnar yfir dýr í útrýmingarhættu.
Gera má ráð fyrir að ísbirnir verði settir á lista Bandaríkjastjórnar yfir dýr í útrýmingarhættu.

George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði til í gær að ísbirnir yrðu settir á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Gerði hann þetta undir þrýstingi frá þremur stórum umhverfisverndarsamtökum, segir í frétt Washington Post af málinu.

Þegar dýr hefur verið fært á þennan lista, getur Bandaríkjastjórn ekki heimilað neina starfsemi sem stefnt gæti dýrinu eða umhverfi þess í hættu. Vonast umhverfisverndarsamtökin til að þetta neyði stjórnina til að taka harðar á losun mengunarvalda út í andrúmsloftið, sem leiða til frekari gróðurhúsaáhrifa, en hún hefur hingað til gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×