Biður Íslendinga að íhuga stöðu Ísraela 16. nóvember 2006 06:00 Miryam Shomrat Sendiherra Ísraels á Íslandi með aðsetur í Ósló. fréttablaðið/Vilhelm MYND/Vilhelm Ísrael Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, segir íslenska stjórnmálamenn sem hún ræddi við í gær og fyrradag einblína um of á „atvikið í Beit Hanoun“ í síðustu viku, þar sem nítján óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í árás Ísraelshers á Gaza. Árásinni var annars beint gegn skæruliðum Palestínumanna sem stunda það að varpa sprengjum yfir landamærin. Það leyndi sér annars ekki í gær að Ísraelsher hefði orðið lítið ágengt í að stöðva slíkar árásir frá Gaza, er að minnsta kosti sjö sprengiflaugum var varpað yfir landamærin. Ein sprengjan lenti í miðbæ Sderot, rétt hjá heimili ísraelska varnarmálaráðherrans, og banaði einni konu og særði ungan karlmann alvarlega. Að sögn AP-fréttastofunnar var þetta fyrsta dauðsfallið sem slíkar sprengiflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza hafa valdið í Ísrael frá því í septem-ber í fyrra. Sendiherrann segir að ísraelsk stjórnvöld harmi mjög það sem gerðist í Beit Hanoun og ítrekar að „að sjálfsögðu beinir Ísraelsher vopnum sínum ekki vísvitandi að óbreyttum borgurum“, öfugt við palestínsku skæruliðana sem beini árásum sínum nær eingöngu að ísraelskum borgurum. Shomrat segir erindi sitt til Íslands nú aðallega hafa verið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og biðja Íslendinga, sem vinveitta lýðræðisþjóð, að íhuga þá aðstöðu sem Ísrael væri í og hvernig ísraelskum stjórnvöldum bæri skylda til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að reyna að tryggja öryggi íbúa landsins. Sendiherrann skorar enn fremur á Íslendinga og aðrar þjóðir alþjóðasamfélagsins til að láta ekki af þrýstingnum á palestínsk stjórnvöld fyrr en þar er til valda komin stjórn sem uppfyllir þessi þrjú meginskilyrði: viðurkenni Ísraelsríki, viðurkenni þá samninga sem áður hafa verið gerðir milli Ísraels og Palestínumanna, þar á meðal Óslóarsamkomulagið svonefnda, og loks í þriðja lagi sverji af sér beitingu ofbeldis til að ná fram markmiðum sínum. Shomrat biður jafnframt allar þjóðir heims, sem styðja tilverurétt Ísraels, að taka höndum saman um að hindra að Írönum takist að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Ísrael Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels, segir íslenska stjórnmálamenn sem hún ræddi við í gær og fyrradag einblína um of á „atvikið í Beit Hanoun“ í síðustu viku, þar sem nítján óbreyttir borgarar, þar á meðal konur og börn, létu lífið í árás Ísraelshers á Gaza. Árásinni var annars beint gegn skæruliðum Palestínumanna sem stunda það að varpa sprengjum yfir landamærin. Það leyndi sér annars ekki í gær að Ísraelsher hefði orðið lítið ágengt í að stöðva slíkar árásir frá Gaza, er að minnsta kosti sjö sprengiflaugum var varpað yfir landamærin. Ein sprengjan lenti í miðbæ Sderot, rétt hjá heimili ísraelska varnarmálaráðherrans, og banaði einni konu og særði ungan karlmann alvarlega. Að sögn AP-fréttastofunnar var þetta fyrsta dauðsfallið sem slíkar sprengiflaugaárásir Palestínumanna frá Gaza hafa valdið í Ísrael frá því í septem-ber í fyrra. Sendiherrann segir að ísraelsk stjórnvöld harmi mjög það sem gerðist í Beit Hanoun og ítrekar að „að sjálfsögðu beinir Ísraelsher vopnum sínum ekki vísvitandi að óbreyttum borgurum“, öfugt við palestínsku skæruliðana sem beini árásum sínum nær eingöngu að ísraelskum borgurum. Shomrat segir erindi sitt til Íslands nú aðallega hafa verið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri og biðja Íslendinga, sem vinveitta lýðræðisþjóð, að íhuga þá aðstöðu sem Ísrael væri í og hvernig ísraelskum stjórnvöldum bæri skylda til að gera það sem í þeirra valdi stæði til að reyna að tryggja öryggi íbúa landsins. Sendiherrann skorar enn fremur á Íslendinga og aðrar þjóðir alþjóðasamfélagsins til að láta ekki af þrýstingnum á palestínsk stjórnvöld fyrr en þar er til valda komin stjórn sem uppfyllir þessi þrjú meginskilyrði: viðurkenni Ísraelsríki, viðurkenni þá samninga sem áður hafa verið gerðir milli Ísraels og Palestínumanna, þar á meðal Óslóarsamkomulagið svonefnda, og loks í þriðja lagi sverji af sér beitingu ofbeldis til að ná fram markmiðum sínum. Shomrat biður jafnframt allar þjóðir heims, sem styðja tilverurétt Ísraels, að taka höndum saman um að hindra að Írönum takist að koma sér upp kjarnorkuvopnum.
Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira