Hæstiréttur Massachusetts, í Bandaríkjunum, hefur úrskurðað að hann hafi engan rétt til þess að skipa þingmönnum fylkisins að greiða atkvæðu um eitt eða neitt, á fylkisþinginu.
Það voru andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra sem vildu neyða þingmenn til að greiða atkvæði um tillögu um að setja bann við slíkum hjónaböndum, í stjórnarskrá fylkisins. Þingmenn tóku málið ekki á dagskrá og það var kært til hæsaréttar.
Í úrskurði réttarins sagði meðal annars að á endanum yrðu þingmennirnir að leggja verk sín í dóm kjósenda, sem einir gætu umbunað þeim eða refsað.