Erlent

Mikilvægur sigur í Sómalíu

Stjórnarhermenn í Sómalíu hafa fengið liðsstyrk frá eþíópíska hernum til að berjast við uppreisnarsveitir.
Stjórnarhermenn í Sómalíu hafa fengið liðsstyrk frá eþíópíska hernum til að berjast við uppreisnarsveitir. MYND/AP

Stjórnarher Sómalíu náði í morgun mjög mikilvægum bæ í suðurhluta landsins úr höndum uppreisnarmanna Íslamska dómstólaráðsins. Orrustan um Jowhar vannst stuttu eftir að Eþíópíustjórn, sem styður bráðabirgðastjórnina í Sómalíu, sagðist vera á góðri leið með að gersigra uppreisnarmennina.

Nú er óttast að eitt af næstu skrefum verði loftárásir og árásir landgönguliða á vígi uppreisnarmannanna í höfuðborginni Mogadishu, sem Íslamska dómstólaráðið tók í vor.

Bardagasveitir uppreisnarmannanna flúðu til höfuðborgarinnar og virtust vera að hlýða kalli eins af leiðtogum samtakanna, Sheikh Sharif Ahmed, sem fyrirskipaði að uppreisnarsveitirnar safnist saman í höfuðborginni til að undirbúa langt stríð gegn hinum aldalanga óvini: grannríkinu Eþíópíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×