Erlent

Handtóku grunaða hryðjuverkamenn

Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. Alls hafa um 200 meintir íslamskir hryðjuverkamenn verið handteknir á Spáni í tengslum við níu sjálfstæðar rannsóknir á starfsemi þeirra.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×