Londonárás: Æfðu aðgerðirnar 20. september 2005 00:01 Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London sjöunda júlí æfðu aðgerðirnar í neðanjarðarlestum rétt rúmri viku fyrir árásirnar. Breska lögreglan telur mögulegt að þær upplýsingar varpi ljósi á hver var höfuðpaurinn á bak við árásirnar sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Á myndbandi sem breska lögreglan gerði opinbert í dag sjást þrír árásarmannanna ganga inn í Kings Kross og Luton-lestarstöðvarnar þann tuttugasta og áttunda júní, eða aðeins tíu dögum fyrir árásirnar. Eftir ítarlega rannsókn á hryðjuverkunum, þar sem lögreglan hefur meðal annars yfirheyrt þrjú þúsund vitni, er talið öruggt að þennan dag hafi árásarmennirnir farið yfirlitsferð inn í lestarstöðvarnar og farið yfir það hvernig árásirnar yrðu framkvæmdar. Mennirnir voru þrjá klukkutíma í London þennan dag og það hvað gerðist á þessum klukkutímum gæti skipt sköpum fyrir rannsókn málsins að sögn Peters Clarke, yfirmanns hryðjuverkadeildar lögreglunnar, t.d. hvort mennirnir hafi hitt einhvern og hvert þeir hafi farið. Lögreglan leitar nú logandi ljósi að öllum nánari upplýsingum. Nær öruggt er talið að árásarmennirnir hafi verið í sambandi við fleiri aðila, sem jafnvel hafi stjórnað árásunum. Vonast er til að frekari vitnaleiðslur og athuganir á öryggismyndum varpi ljósi á hverjir voru í slagtogi með árásarmönnunum fjórum og kannski ekki síst hvort uppi hafi verið áform um frekari árásir á London eða aðrar borgir. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London sjöunda júlí æfðu aðgerðirnar í neðanjarðarlestum rétt rúmri viku fyrir árásirnar. Breska lögreglan telur mögulegt að þær upplýsingar varpi ljósi á hver var höfuðpaurinn á bak við árásirnar sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Á myndbandi sem breska lögreglan gerði opinbert í dag sjást þrír árásarmannanna ganga inn í Kings Kross og Luton-lestarstöðvarnar þann tuttugasta og áttunda júní, eða aðeins tíu dögum fyrir árásirnar. Eftir ítarlega rannsókn á hryðjuverkunum, þar sem lögreglan hefur meðal annars yfirheyrt þrjú þúsund vitni, er talið öruggt að þennan dag hafi árásarmennirnir farið yfirlitsferð inn í lestarstöðvarnar og farið yfir það hvernig árásirnar yrðu framkvæmdar. Mennirnir voru þrjá klukkutíma í London þennan dag og það hvað gerðist á þessum klukkutímum gæti skipt sköpum fyrir rannsókn málsins að sögn Peters Clarke, yfirmanns hryðjuverkadeildar lögreglunnar, t.d. hvort mennirnir hafi hitt einhvern og hvert þeir hafi farið. Lögreglan leitar nú logandi ljósi að öllum nánari upplýsingum. Nær öruggt er talið að árásarmennirnir hafi verið í sambandi við fleiri aðila, sem jafnvel hafi stjórnað árásunum. Vonast er til að frekari vitnaleiðslur og athuganir á öryggismyndum varpi ljósi á hverjir voru í slagtogi með árásarmönnunum fjórum og kannski ekki síst hvort uppi hafi verið áform um frekari árásir á London eða aðrar borgir.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira