Saka lögregluna um vanhæfni 24. júlí 2005 00:01 Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira