Erlent

Launamunur skýrist af ýmsum þáttum

Samtök atvinnulífsins í Svíþjóð, SN, segja ítarlegar rannsóknir sínar á launamun kynjanna sýna að hann skýrist að mestu leyti af þáttum á borð við aldur, starfsval, menntun og gerð fyrirtækja. Að teknu tilliti til þessara þátta sé munurinn 4,8 prósent en minnki enn ef skoðuð er ábyrgð, til dæmis fjöldi undirmanna eða fjárhæðir sem ábyrgð er borin á, eða starfsaldur hjá viðkomandi fyrirtæki. Meðal stjórnenda, sérfræðinga, skrifstofu- og afgreiðslufólks er launamunurinn 6,5 prósent sé hann leiðréttur fyrir framangreindum þáttum og 2,2 prósent hjá verkafólki og iðnaðarmönnum. Håkan Eriksson, jafnréttisfulltrúi SN, tekur þó fram að ekki sé hægt að útiloka að til séu dæmi um að konum sé mismunað í launum innan einstakra fyrirtækja. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins hér heima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×