Um sextíu prósent kosningaþátttaka 30. janúar 2005 00:01 Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira