Kosningarnar breyta litlu 25. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira