Erlent

Fimm létust í óveðri

Fimm létust í óveðri á Norðurlöndum í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri. Maður lést í Óðinsvéum þegar tré fauk á bíl hans á 170 kílómetra hraða. Ekki er ljóst hvernig hinir létust, tveir í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Meira en hundrað þúsund heimili voru rafmagnslaus í suðurhluta Svíþjóðar og yfirvöld hvöttu íbúa að halda sig heima. Vindurinn náði 121 kilómetra hraða. Yfirborð sjávar náði sögulegu hámarki. Raða varð sandpokum við sjávarsíðu Helsinki í Finnlandi, nálægt forsetahöllinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×