Fischer og Friðrik heyja einvígi 1. apríl 2005 00:01 Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. Skákmeistararnir munu tefla níu atskákir þar sem hvor hefur hálftíma umhugsunartíma, þrjár skákir á dag. Sá sem ber sigur úr býtum mun fá vegleg peningaverðlaun en það er Baugur sem kostar einvígið. Guðmundur G. Þórarinsson skipulagði einvígið í Reykjavík 1972 þegar enginn hélt að það væri hægt. Hvernig fór hann að í þetta sinn? Guðmundur segir ljóst að gríðarlega margir vilji fá Fischer aftur að taflborðinu og ekki sé langt síðan Friðrik hafi lagt Bent Larsen í einvígi á Íslandi, en hann sé þekktasti skákmaður Íslands. Guðmundur segir Baug hafa lagt fram myndarleg verðlaun en það hafi ekki dugað eitt í viðræðum við Fischer. Þá hafi skipuleggjendur munað að 1972 hefði Henry Kissinger talað við Fischer og fengið hann til að tefla. Í ljós alls sem hér hefði gerst hefði verið brugðið á það ráð að ræða við Davíð Oddsson og hann hefði fallist á að hringja í Fischer og leggja að honum að tefla í Þjóðmenningarhúsinu og það hafi riðið baggamuninn. En hversu myndarleg verðlaun eru í boði? Guðmundur segist ekki geta upplýst það á þessari stundu en segir þau mjög góð. Teflt verður á borðinu sem Fischer og Spasskí notuðu í Laugardalshöll árið 1972 en það hefur verið geymt í Þjóðmenningarhúsinu. Friðrik sá sér ekki fært að koma í viðtal en sagðist hlakka til að glíma við Fischer og komast að því hvort heimsmeistarinn fyrrverandi væri enn jafngóður og hann segðist vera. Og menn eru spenntir í Þjóðmenningarhúsinu. Gunnólfur Sigurjónsson húsvörður segist ætla að gera allt sem hann geti til að Fischer verði kátur einvígið á enda. Aðspurður hvernig hann telji að skákirnar fari segir Gunnólfur ekki viss en hann veðji á Fischer. Þar sem pláss í Þjóðmenningarhúsinu er lítið mun aðgangur verða takmarkaður við M12-áskrifendur Stöðvar tvö, en einvígið verður að sjálfsögðu tekið upp og valdir kaflar sendir út í næstu viku. Fyrsta skákin hefst í kvöld klukkan átta. Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. Skákmeistararnir munu tefla níu atskákir þar sem hvor hefur hálftíma umhugsunartíma, þrjár skákir á dag. Sá sem ber sigur úr býtum mun fá vegleg peningaverðlaun en það er Baugur sem kostar einvígið. Guðmundur G. Þórarinsson skipulagði einvígið í Reykjavík 1972 þegar enginn hélt að það væri hægt. Hvernig fór hann að í þetta sinn? Guðmundur segir ljóst að gríðarlega margir vilji fá Fischer aftur að taflborðinu og ekki sé langt síðan Friðrik hafi lagt Bent Larsen í einvígi á Íslandi, en hann sé þekktasti skákmaður Íslands. Guðmundur segir Baug hafa lagt fram myndarleg verðlaun en það hafi ekki dugað eitt í viðræðum við Fischer. Þá hafi skipuleggjendur munað að 1972 hefði Henry Kissinger talað við Fischer og fengið hann til að tefla. Í ljós alls sem hér hefði gerst hefði verið brugðið á það ráð að ræða við Davíð Oddsson og hann hefði fallist á að hringja í Fischer og leggja að honum að tefla í Þjóðmenningarhúsinu og það hafi riðið baggamuninn. En hversu myndarleg verðlaun eru í boði? Guðmundur segist ekki geta upplýst það á þessari stundu en segir þau mjög góð. Teflt verður á borðinu sem Fischer og Spasskí notuðu í Laugardalshöll árið 1972 en það hefur verið geymt í Þjóðmenningarhúsinu. Friðrik sá sér ekki fært að koma í viðtal en sagðist hlakka til að glíma við Fischer og komast að því hvort heimsmeistarinn fyrrverandi væri enn jafngóður og hann segðist vera. Og menn eru spenntir í Þjóðmenningarhúsinu. Gunnólfur Sigurjónsson húsvörður segist ætla að gera allt sem hann geti til að Fischer verði kátur einvígið á enda. Aðspurður hvernig hann telji að skákirnar fari segir Gunnólfur ekki viss en hann veðji á Fischer. Þar sem pláss í Þjóðmenningarhúsinu er lítið mun aðgangur verða takmarkaður við M12-áskrifendur Stöðvar tvö, en einvígið verður að sjálfsögðu tekið upp og valdir kaflar sendir út í næstu viku. Fyrsta skákin hefst í kvöld klukkan átta.
Erlent Fréttir Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira