Fischer og Friðrik heyja einvígi 1. apríl 2005 00:01 Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. Skákmeistararnir munu tefla níu atskákir þar sem hvor hefur hálftíma umhugsunartíma, þrjár skákir á dag. Sá sem ber sigur úr býtum mun fá vegleg peningaverðlaun en það er Baugur sem kostar einvígið. Guðmundur G. Þórarinsson skipulagði einvígið í Reykjavík 1972 þegar enginn hélt að það væri hægt. Hvernig fór hann að í þetta sinn? Guðmundur segir ljóst að gríðarlega margir vilji fá Fischer aftur að taflborðinu og ekki sé langt síðan Friðrik hafi lagt Bent Larsen í einvígi á Íslandi, en hann sé þekktasti skákmaður Íslands. Guðmundur segir Baug hafa lagt fram myndarleg verðlaun en það hafi ekki dugað eitt í viðræðum við Fischer. Þá hafi skipuleggjendur munað að 1972 hefði Henry Kissinger talað við Fischer og fengið hann til að tefla. Í ljós alls sem hér hefði gerst hefði verið brugðið á það ráð að ræða við Davíð Oddsson og hann hefði fallist á að hringja í Fischer og leggja að honum að tefla í Þjóðmenningarhúsinu og það hafi riðið baggamuninn. En hversu myndarleg verðlaun eru í boði? Guðmundur segist ekki geta upplýst það á þessari stundu en segir þau mjög góð. Teflt verður á borðinu sem Fischer og Spasskí notuðu í Laugardalshöll árið 1972 en það hefur verið geymt í Þjóðmenningarhúsinu. Friðrik sá sér ekki fært að koma í viðtal en sagðist hlakka til að glíma við Fischer og komast að því hvort heimsmeistarinn fyrrverandi væri enn jafngóður og hann segðist vera. Og menn eru spenntir í Þjóðmenningarhúsinu. Gunnólfur Sigurjónsson húsvörður segist ætla að gera allt sem hann geti til að Fischer verði kátur einvígið á enda. Aðspurður hvernig hann telji að skákirnar fari segir Gunnólfur ekki viss en hann veðji á Fischer. Þar sem pláss í Þjóðmenningarhúsinu er lítið mun aðgangur verða takmarkaður við M12-áskrifendur Stöðvar tvö, en einvígið verður að sjálfsögðu tekið upp og valdir kaflar sendir út í næstu viku. Fyrsta skákin hefst í kvöld klukkan átta. Erlent Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Bobby Fischer og Friðrik Ólafsson stórmeistari munu heyja skákeinvígi í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld og næstu tvo daga. Fischer hafði áður lýst því yfir að hann hefði ekki áhuga á venjulegri skák lengur en það var Guðmundur G. Þórarinsson, einn helsti stuðningsmaður Fischers, sem fékk hann að borðinu. Skákmeistararnir munu tefla níu atskákir þar sem hvor hefur hálftíma umhugsunartíma, þrjár skákir á dag. Sá sem ber sigur úr býtum mun fá vegleg peningaverðlaun en það er Baugur sem kostar einvígið. Guðmundur G. Þórarinsson skipulagði einvígið í Reykjavík 1972 þegar enginn hélt að það væri hægt. Hvernig fór hann að í þetta sinn? Guðmundur segir ljóst að gríðarlega margir vilji fá Fischer aftur að taflborðinu og ekki sé langt síðan Friðrik hafi lagt Bent Larsen í einvígi á Íslandi, en hann sé þekktasti skákmaður Íslands. Guðmundur segir Baug hafa lagt fram myndarleg verðlaun en það hafi ekki dugað eitt í viðræðum við Fischer. Þá hafi skipuleggjendur munað að 1972 hefði Henry Kissinger talað við Fischer og fengið hann til að tefla. Í ljós alls sem hér hefði gerst hefði verið brugðið á það ráð að ræða við Davíð Oddsson og hann hefði fallist á að hringja í Fischer og leggja að honum að tefla í Þjóðmenningarhúsinu og það hafi riðið baggamuninn. En hversu myndarleg verðlaun eru í boði? Guðmundur segist ekki geta upplýst það á þessari stundu en segir þau mjög góð. Teflt verður á borðinu sem Fischer og Spasskí notuðu í Laugardalshöll árið 1972 en það hefur verið geymt í Þjóðmenningarhúsinu. Friðrik sá sér ekki fært að koma í viðtal en sagðist hlakka til að glíma við Fischer og komast að því hvort heimsmeistarinn fyrrverandi væri enn jafngóður og hann segðist vera. Og menn eru spenntir í Þjóðmenningarhúsinu. Gunnólfur Sigurjónsson húsvörður segist ætla að gera allt sem hann geti til að Fischer verði kátur einvígið á enda. Aðspurður hvernig hann telji að skákirnar fari segir Gunnólfur ekki viss en hann veðji á Fischer. Þar sem pláss í Þjóðmenningarhúsinu er lítið mun aðgangur verða takmarkaður við M12-áskrifendur Stöðvar tvö, en einvígið verður að sjálfsögðu tekið upp og valdir kaflar sendir út í næstu viku. Fyrsta skákin hefst í kvöld klukkan átta.
Erlent Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira