Kennsl ekki borin á líkin 9. júlí 2005 00:01 Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Sprengjurnar sem sprungu í þremur neðanjarðarlestum á fimmtudag voru svo öflugar að ekki hafa enn verið borin kennsl á lík þeirra sem létust í árásunum. Þessu greindu breskir lögreglumenn frá í gær. Staðfest hefur verið að 49 hafi látist og segir lögreglan að tala látinna eigi eftir að hækka eitthvað, þeir draga þó í efa að hún eigi eftir að hækka mjög mikið. "Þetta er skelfilegt verk," segir Jim Dickie sem kemur að rannsókn málsins. "Flest fórnarlömbin urðu mjög illa úti og með því meina ég að það eru líkamshlutir jafnt sem líkamsbúkar þarna." Rannsóknarmenn hafa reynt að bera kennsl á líkin með fingraförum, tannlæknaskrám og DNA-prufum. Tuttugu eru enn í lífshættu á sjúkrahúsum og einhver lík eru föst í braki lestar í Russell Square lestagöngunum þar sem björgunarmenn hafa ekki komist að þeim vegna hættu á hruni, ekki er vitað með vissu hversu mörg lík er að finna þar. Rannsóknir bresku lögreglunnar hafa leitt í ljós að mun skemmri tími leið milli sprenginganna en áður var talið. Fyrsta sprengingin í neðanjarðarlest sprakk klukkan 8.50 að breskum tíma og tvær síðari sprengjurnar skömmu síðar. Áður höfðu yfirmenn lestakerfisins lýst því yfir að 26 mínútur hefðu liðið milli sprenginganna þriggja. Hið rétta kom í ljós eftir að lögreglan fór yfir staðsetningu lestanna og gögn úr lestakerfinu. Annað sem rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós er að þær eru gerðar úr öflugu sprengiefni. Það gefur til kynna að þær hafi ekki verið búnar til í heimahúsi eða við fábrotnar aðstæður. Talið er líklegt að þær hafi verið keyptar á svarta markaðnum en rannsakendur segja of snemmt að segja nokkuð til um hvar þær kunni að hafa verið keyptar. Vegna þess hversu stuttur tími leið milli sprenginganna þykir ólíklegt að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða þótt það sé ekki útilokað. Líklegra er að sprengjurnar hafi verið tímastilltar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira