Heitasta árið framundan 15. febrúar 2005 00:01 Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi. Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira