Heitasta árið framundan 15. febrúar 2005 00:01 Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi. Erlent Fréttir Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira