Erlent

Tveir pakistanskir Bretar grunaðir

Tveir mannanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára Bretar, búsettir í Leeds en af pakistönskum uppruna.  Mennirnir eru sagðir hafa verið vinir og aldrei verið grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Þeir voru sagðir mjög indælir og virðist sem öllum hafi líkað vel við þá. Mennirnir eiga að hafa byrjað að stunda trú sína fyrir aðeins 18 mánuðum, fljótt orðið heittrúaðir sem endaði með fyrrgreindum afleiðingum. Rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London á fimmtudag sem urðu rúmlega fimmtíu manns að bana. Talið er að mennirnir tveir sem frömdu verknaðinn hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og óttast er að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir, bæði á London og víðar, jafnvel á Danmörku eða Ítalíu. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðismönnum sem allir eru sagðir vera breskir ríkisborgarar af pakistönskum uppruna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×