Erlent

London: Líklega sjálfsmorðsárásir

Breska fréttastöðin Sky hefur það eftir heimildum innan lögreglunnar að fjórir tilræðismenn í sprengjuárásunum í London í síðustu viku hafi látist í árásunum. Ýtir þetta undir þann grun að um sjálfsmorðsárásir hafi verið að ræða. Eins segir Sky að lögreglan hafi handtekið nokkra í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í London í síðustu viku. Þar sagði að sex húsleitir sem sérsveit lögreglunnar framkvæmdi í borginni Leeds urðu til þess að nokkrir voru handteknir. Fréttastofa Reuters segir lögregluna hvorki hafa staðfest né neitað að handtökurnar hefðu átt sér stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×