Flogið aftur til Taílands 3. janúar 2005 00:01 Íslensku flugvélinni, sem komin er til Taílands til að flytja slasaða Svía heim til Svíþjóðar, verður snúið aftur til Taílands í annað sjúkraflug um leið og þessu lýkur. Flestir í hópi Svíanna, sem verið er að flytja heim, hafa misst ástvini í flóðbylgjunni. Flugvélin lenti í morgun í Bangkok í Taílandi og íslenska heilbrigðis- og björgunarfólkið um borð hefur notað daginn til að undirbúa vélina fyrir sjúkraflugið til Svíþjóðar sem farið verður á morgun. Alls verða þá fluttir átján legusjúklingar og ríflega 40 aðrir, sem ýmist eru sjúklingar eða aðstandendur. Þetta fólk er slasað á ýmsan hátt, með hryggáverka, beinbrot og alvarlegar sýkingar og flestir eiga það sammerkt að hafa misst náinn ættingja í flóðunum. Steingrímur Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er með í för og hann sagði að í upphafi hefði verið haldið að af þeim átján legusjúklingum sem fljúga ætti til síns heima væru á bilinu fjórir til fimm alvarlega slasaðir en það breyttist. Ákveðið hefði verið að leyfa fjölskyldum að ferðast heim saman en Svíarnir hefðu verið gagnrýndir fyrir að sundra fjölskyldum. Fólkið hefði lent í gríðarlegum áföllum og mætti síst við því að vera aðskilið frá ástvinum. Yfir tuttugu munaðarlaus, sænsk börn hafa undanfarna daga verið flutt heim til Svíþjóðar. Steingrímur segir að íslenska starfsfólkið um borð tali allt annaðhvort sænsku eða dönsku og hafi undirbúið sig fyrir hlutverk sitt af mikilli umhyggju og nærgætni. Það hefði t.d. komið með að heiman sænskar barnamyndir til að hafa í vélinni, þetta væri ótrúlegur hópur. Flugvélin fer beint inn í flugskýli þegar hún lendir á Arlanda-flugvelli í Svíþjóð síðla dags á morgun og þar taka sænskir læknar við fólkinu. Sænsk stjórnvöld leituðu hins vegar eftir því í dag að íslenska flugvélin færi aftur til Taílands til að ná í fleiri Svía og við þeirri ósk verður orðið. Allra leiða er nú leitað til að finna lík af fórnarlömbum flóðanna og meira að segja fílar eru notaðir í þá vinnu sem og til að hreinsa til. Auglýsingar um allt það fólk sem saknað er blasa hvarvetna við, líka á hóteli Íslendinganna í Bangkok. Steingrímur sagðist finna að gríðarleg sorg réði ríkjum á svæðinu. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Íslensku flugvélinni, sem komin er til Taílands til að flytja slasaða Svía heim til Svíþjóðar, verður snúið aftur til Taílands í annað sjúkraflug um leið og þessu lýkur. Flestir í hópi Svíanna, sem verið er að flytja heim, hafa misst ástvini í flóðbylgjunni. Flugvélin lenti í morgun í Bangkok í Taílandi og íslenska heilbrigðis- og björgunarfólkið um borð hefur notað daginn til að undirbúa vélina fyrir sjúkraflugið til Svíþjóðar sem farið verður á morgun. Alls verða þá fluttir átján legusjúklingar og ríflega 40 aðrir, sem ýmist eru sjúklingar eða aðstandendur. Þetta fólk er slasað á ýmsan hátt, með hryggáverka, beinbrot og alvarlegar sýkingar og flestir eiga það sammerkt að hafa misst náinn ættingja í flóðunum. Steingrímur Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, er með í för og hann sagði að í upphafi hefði verið haldið að af þeim átján legusjúklingum sem fljúga ætti til síns heima væru á bilinu fjórir til fimm alvarlega slasaðir en það breyttist. Ákveðið hefði verið að leyfa fjölskyldum að ferðast heim saman en Svíarnir hefðu verið gagnrýndir fyrir að sundra fjölskyldum. Fólkið hefði lent í gríðarlegum áföllum og mætti síst við því að vera aðskilið frá ástvinum. Yfir tuttugu munaðarlaus, sænsk börn hafa undanfarna daga verið flutt heim til Svíþjóðar. Steingrímur segir að íslenska starfsfólkið um borð tali allt annaðhvort sænsku eða dönsku og hafi undirbúið sig fyrir hlutverk sitt af mikilli umhyggju og nærgætni. Það hefði t.d. komið með að heiman sænskar barnamyndir til að hafa í vélinni, þetta væri ótrúlegur hópur. Flugvélin fer beint inn í flugskýli þegar hún lendir á Arlanda-flugvelli í Svíþjóð síðla dags á morgun og þar taka sænskir læknar við fólkinu. Sænsk stjórnvöld leituðu hins vegar eftir því í dag að íslenska flugvélin færi aftur til Taílands til að ná í fleiri Svía og við þeirri ósk verður orðið. Allra leiða er nú leitað til að finna lík af fórnarlömbum flóðanna og meira að segja fílar eru notaðir í þá vinnu sem og til að hreinsa til. Auglýsingar um allt það fólk sem saknað er blasa hvarvetna við, líka á hóteli Íslendinganna í Bangkok. Steingrímur sagðist finna að gríðarleg sorg réði ríkjum á svæðinu.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira