Erlent

Kanar fengu nóbelsverðlaun

Tveir bandarískir vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði fyrir rannsóknir á lyktarskyni manna. Richard Axel og Linda B. Buck leituðust við að útskýra hvernig fólk skynjar lykt og hvernig skilaboð um hana berast til heilans. Þau fundu um þúsund gen sem hafa áhrif á fjölda prótína sem skynja lykt. "Þess vegna getum við upplifað angan liljunnar að vori og rifjað upp lyktina síðar," sagði í umsögn dómnefndarinnar.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×