Erlent

Forskot Bush horfið

Forskot George Bush á John Kerry er horfið samkvæmt nýrri könnun CNN og USA Today. Báðir frambjóðendurnir hafa fjörutíu og níu prósenta fylgi. Sé aðeins litið til skráðra kjósenda er Bush þó ennþá með forskot, 49 prósent á móti 47 prósentum. Kannanir helstu dagblaða vestan hafs benda til þess að áhorfendum hafi fundist John Kerry standa sig betur í kappræðum þeirra Bush á fimmtudag. Stjórnmálaskýrendur benda á að sömu sögu hafi verið að segja af Al Gore árið 2000 - hann hafi þótt standa sig mun betur í fyrstu kappræðunum. Stjórnandi kannana hjá CNN segir einnig að væntingar almennings hafi nú breyst því nú sé búist við því að Kerry standi sig betur í næstu kappræðum en fyrir fimmtudaginn hafi því verið öfugt farið og flestir gert ráð fyrir að Bush yrði betri. Báðir sendu frambjóðendurnir frá sér nýjar sjónvarpsauglýsingar um helgina þar sem þeir saka hinn frambjóðandann um að ljúga. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×