Erlent

Nýjar myndir af Bigley

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag nýja myndbandsupptöku af Bretanum Ken Bigley sem mannræningjar í Írak hafa hótað að afhöfða. Á myndbandinu endurtekur Bigley, innilokaður í búri, kröfur mannræningja um að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, láti leysa kvenfanga í írökskum fangelsum úr haldi. Bigley segir ennfremur á upptökunni að það sé ekki vilji mannræningjanna að taka sig af lífi. Bigley var rænt fyrir tveimur vikum ásamt tveimur Bandaríkjamönnum. Þeir hafa báðir verið myrtir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×