Erlent

Chirac gagnrýnir Bush

Jaques Chirac, forseti Frakklands, gagnrýndi George Bush, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag fyrir að lýsa yfir eindregnum stuðningi við umsókn Tyrkja um inngöngu í Evrópusambandið og þrýsta á sambandið um að ákveða hvenær samningaviðræður geti hafist. Bush lýsti þessu yfir í Istanbúl í gær en þar fer nú fram leiðtogafundur sambandsríkja Atlantshafsbandalagsins. Chirac segir Bush ekki aðeins hafa gengið of langt með þessum ummælum sínum heldur hafi hann jafnframt farið út fyrir verksvið sitt. Við sama tækifæri sagðist Chirac vera mótfallinn því að NATO hafi formlegt hlutverk í Írak, þrátt fyrir að bandalagið hafi samþykkt fyrr í dag að taka þátt í að endurþjálfa írakska herinn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×