Erlent

Varað við sýkingu

Gera má ráð fyrir að um það bil sex þúsund Bretum hafi brugðið þegar þeir lásu bréf frá heilbrigðisyfirvöldum þar sem þeir voru varaðir við því að þeir hefðu hugsanlega þegið blóð sem væri sýkt af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. Sjúkdómurinn er það afbrigði kúariðu sem leggst á menn. Stutt er síðan tveir sjúklingar, sem talið er að hafi smitast af Creutzfeldt-Jakob við blóðgjöf, létust; annar af völdum sjúkdómsins en hinn af öðrum ástæðum. Rúmlega 150 manns hafa látist af völdum sjúkdómsins, flestir í Bretlandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×