Sport

Missir Mbappé af Ís­lands­förinni?

Kylian Mbappé komst á blað í 3-1 sigri Real Madrid á Villareal í gærkvöld. Hann skoraði þriðja mark liðsins en fór af velli þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum vegna meiðsla á ökkla.

Fótbolti

Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami

Markahæsti leikmaður MLS deildarinnar, Lionel Messi, sá til þess að liðsfélagar sínir skoruðu mörkin í sigri á New England Revolution í nótt. Messi lagði upp þrjú mörk sem Jordi Alba og Tadeo Allende sáu um að skora í 4-1 sigri á Chase vellinum í Fort Lauderdal.

Fótbolti

Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla

Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í gær en leikið var í 25. umferð. Rosaleg dramatík var í Vesturbænum, Skaginn steig breitt skref í átt að öryggi í Vestmannaeyjum og forskotið gekka á milli liða að Hlíðarenda.

Fótbolti

„Hann er topp þrír í deildinni“

Segja má að Körfuboltakvöld hafi ekki haldið vatni yfir Orra Gunnarssyni, leikmanni Stjörnunnar. Skipti það litlu máli að Íslandsmeistararnir hafi tapað fyrir KR í 1. umferð deildarinnar.

Körfubolti

„Hef ekki verið nægi­lega góður í sumar“

Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu.

Íslenski boltinn

Upp­gjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi

Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári.

Íslenski boltinn

Markasúpa í Grafar­holtinu

Fram og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fyrir leik var vitað að gestirnir frá Sauðárkróki væru fallnir og að nýliðar Fram myndu halda sæti sínu.

Íslenski boltinn

„Næg er neikvæðnin í kringum okkur“

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leikmenn KR ekki hafa náð að endurstilla sig eftir að hafa komist yfir í uppbótartíma, sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði jöfnunarmark í hádramatísku 2-2 jafntefli á Meistaravöllum. Þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu fyrir KR var stemningin inni í klefa góð, því næg er neikvæðnin annars staðar.

Íslenski boltinn

Harry Kewell að taka við liði í Víet­nam

Harry Kewell sem gerði garðinn frægan t.d. með Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Eftir að leikmannaferlinum lauk hefur hann reynt fyrir sér í þjálfun og nálgast núna heimahagana í Ástralíu.

Fótbolti