Sport

Í bann fyrir að kasta flösku í barn

Georgetown-háskólinn hefur sett körfuboltaþjálfarann Ed Cooley í eins leiks bann eftir að hann kastaði vatnsflösku í barn á áhorfendapöllunum í reiðskasti í leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skólanum á sunnudag.

Körfubolti

Dag­skráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn

Það styttist heldur betur í jólin og það verður jólalegt um að litast í Ally Pally í dag og kvöld þaðan sem sýnt verður frá HM í pílukasti í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þá er einn leikur á dagskrá ensk úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Sport

Hjalti Þór ráðinn aðal­þjálfari Álfta­ness

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Álftaness í körfubolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Álftnesingum í kvöld. Hjalti var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. 

Körfubolti

Arnór Ingvi orðinn leik­maður KR

Þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason er orðinn leikmaður KR og skrifar undir samning í Vesturbænum út tímabilið 2028. Þetta staðfestir félagið í tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn

Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Albert Guðmundsson, skoraði eitt marka Fiorentina í afar kærkomnum fyrsta sigri liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni í dag gegn Udinese. Lokatölur 5-1 sigur Fiorentina.

Fótbolti

Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar

Rúnar Sigtryggsson stýrði Wetzlar til sigurs gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Fyrir leik dagsins hafði Wetzlar tapað ellefu leikjum í röð en þetta var annar leikur liðsins undir stjórn Rúnars. Loktatölur sex marka sigur Wetzlar, 33-27.

Handbolti