Sport

Holland getur fagnað HM-sæti en Þýska­land þarf stig

Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna.

Fótbolti

Króatar á HM en draumur Fær­eyja úti

Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar.

Fótbolti

Styrmir sterkur í sigri á Spáni

Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson stóð vel fyrir sínu á Spáni í kvöld þegar lið hans Zamora vann 86-82 útisigur gegn Gipuzkoa, í næstefstu deild spænska körfuboltans.

Körfubolti

„Ég var bara milli­metrum frá því að lamast“

Guðrún Edda Sigurðardóttir átti eina ótrúlegustu endurkomu ársins þegar hún fagnaði silfurverðlaunum með liði Stjörnunnar á Norðurlandamótinu í fimleikum, aðeins fáeinum mánuðum eftir að hafa hálsbrotnað.

Sport

Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar

Cristiano Ronaldo er í verulegri hættu á að byrja heimsmeistaramótið 2026 í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í fyrsta sinn á landsliðsferlinum sínum þegar Portúgal tapaði í gær 2-0 fyrir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í Írlandi.

Fótbolti

Frændinn mætti með egg og gerði allt vit­laust

Kynning á nýrri bók Luis Rubiales fór algjörlega úr böndunum í gærkvöldi en Rubiales er fyrrum formaður spænska knattspyrnusambandsins sem hrökklaðist úr starfi eftir að hafa kysst leikmenn spænska landsliðsins í verðlaunaathöfn þegar liðið varð heimsmeistari.

Fótbolti

„Ég skulda tann­lækninum af­sökunar­beiðni“

Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir óvæntan sigur Íra á Portúgölum í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið annar tónn í honum en í öðrum pistlum hans um landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson.

Sport