Innlent Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Ekki er hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík árin 1974 til 1979 hafi sætti illri meðferð. Þetta eru niðurstöður rannsóknarnefndar sem hafði starfsemi vöggustofunnar til rannnsóknar. Innlent 15.1.2026 13:25 „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði. Innlent 15.1.2026 13:23 Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Ný skýrsla um rannsókn á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árin 1974 til 1979 verður kynnt í dag í beinni útsendingu. Sérstök nefnd var skipuð til að rannsaka starfsemina. Innlent 15.1.2026 12:55 Grín sendiherrans ógni Íslandi Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. Innlent 15.1.2026 11:48 Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Bridds-spilarinn Zia Mahmood er meðal gesta á stærsta briddsmóti ársins í Hörpu í lok þessa mánaðar, Bridgehátíð eða Reykjavík Bridge Festival. Stjörnufans er á leið til landsins. Innlent 15.1.2026 11:47 Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Í hádegisfréttum verður rætt við talskonu Stígamóta sem segir að vægur dómur héraðsdóms yfir ofbeldismanni afhjúpi þekkingarleysi innan dómskerfisins á áhrifum kynferðislegs ofbeldis á brotaþola. Innlent 15.1.2026 11:39 Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda. Innlent 15.1.2026 11:35 Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, hefur gefið kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 15.1.2026 11:23 Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974. Innlent 15.1.2026 11:23 Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Mýrdalshreppur er með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara af öllum sveitarfélögum landsins en 67,4 prósent íbúa þar er með erlent ríkisfang. Hlutfallið er lægst á Skagaströnd þar sem innan við sex prósent íbúa eru erlendir ríkisborgarar. Innlent 15.1.2026 11:00 Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga. Innlent 15.1.2026 10:39 Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Fólksbíl var keyrt á móti umferð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík nú á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð jafnframt árekstur á brautinni í morgun þar sem rúta ók utan í fólksbíl og keyrði síðan af vettvangi. Innlent 15.1.2026 09:58 Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Innlent 15.1.2026 09:24 Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. Innlent 15.1.2026 06:55 Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var sex til níu ára gömul. Sami maður hlaut fyrir tveimur árum þungan dóm fyrir kynferðisbrot gegn móður stúlkunar en sat aldrei inni, að sérstakri ósk móðurinnar. Innlent 14.1.2026 23:03 Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tíu ára dreng á heimili þess síðarnefnda í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafði áður hafnað kröfu héraðssaksóknara um gæsluvarðhald. Innlent 14.1.2026 22:56 Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Maður á fertugsaldri, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í lok síðustu viku, er á batavegi. Tveir menn sitja í gæsluvarhaldi vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 14.1.2026 22:15 Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14.1.2026 21:44 Fékk afa sinn með sér á skólabekk Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum. Innlent 14.1.2026 20:01 Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudaginn. Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu á vettvangi vegna málsins og færðir á lögreglustöð, en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 14.1.2026 19:30 Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. Innlent 14.1.2026 19:02 Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna auk varaforseta Bandaríkjanna funduðu í Washington í dag um framtíð Grænlands. Fundinum lauk síðdegis og í kvöldfréttum verður farið yfir allt það helsta. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem fólk hefur mótmælt hótunum Bandaríkjamanna við bandaríska sendiráðið. Innlent 14.1.2026 18:10 Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu herafla á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið fyrir tilviljun af stað akkúrat í dag. Innlent 14.1.2026 18:09 Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku. Annar maðurinn er á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri. Innlent 14.1.2026 17:37 Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 14.1.2026 16:50 Ræddu undanþágu losunarheimilda Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá. Innlent 14.1.2026 16:46 Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða. Innlent 14.1.2026 16:29 Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári. Innlent 14.1.2026 15:55 Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Eitt af síðustu verkum Ingu Sæland í ráðuneyti húsnæðismála var að skrifa undir breytingu á byggingarreglugerð og bæta við kröfum um ljósvist. Ljósvistarhönnuður sem barist hefur fyrir þessu í mörg ár segir að bjartari tímar séu fram undan. Innlent 14.1.2026 15:30 Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu. Innlent 14.1.2026 14:52 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Ekki er hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík árin 1974 til 1979 hafi sætti illri meðferð. Þetta eru niðurstöður rannsóknarnefndar sem hafði starfsemi vöggustofunnar til rannnsóknar. Innlent 15.1.2026 13:25
„Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði. Innlent 15.1.2026 13:23
Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Ný skýrsla um rannsókn á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árin 1974 til 1979 verður kynnt í dag í beinni útsendingu. Sérstök nefnd var skipuð til að rannsaka starfsemina. Innlent 15.1.2026 12:55
Grín sendiherrans ógni Íslandi Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. Innlent 15.1.2026 11:48
Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Bridds-spilarinn Zia Mahmood er meðal gesta á stærsta briddsmóti ársins í Hörpu í lok þessa mánaðar, Bridgehátíð eða Reykjavík Bridge Festival. Stjörnufans er á leið til landsins. Innlent 15.1.2026 11:47
Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Í hádegisfréttum verður rætt við talskonu Stígamóta sem segir að vægur dómur héraðsdóms yfir ofbeldismanni afhjúpi þekkingarleysi innan dómskerfisins á áhrifum kynferðislegs ofbeldis á brotaþola. Innlent 15.1.2026 11:39
Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Félag í eigu Péturs Marteinssonar sem býður sig fram sem oddviti í prófkjöri Samfylkingar fékk 69 milljónir króna fyrir sölu á hlut í lóð í Skerjafirði sem hann og viðskiptafélagar hans fyrirhuguðu að byggja íbúðir á fyrir tveimur árum. Hann segist hafa unnið að verkefninu í fimm ár en uppbygging hafi tafist vegna kerfislegra og pólitískra þátta. Það hafi því verið ákveðið að selja félagið sem heldur á lóðinni til annarra eigenda. Innlent 15.1.2026 11:35
Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, hefur gefið kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Innlent 15.1.2026 11:23
Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar greiðir í næstu viku atkvæði um nýja skilmála friðlýsingarsvæðisins á Gróttu og Seltjörn. Verði skilmálarnir samþykktir stækkar friðlýst svæði verulega og mun ná yfir strandlengjuna líka. Grótta var fyrst friðlýst árið 1974. Innlent 15.1.2026 11:23
Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Mýrdalshreppur er með hæst hlutfall erlendra ríkisborgara af öllum sveitarfélögum landsins en 67,4 prósent íbúa þar er með erlent ríkisfang. Hlutfallið er lægst á Skagaströnd þar sem innan við sex prósent íbúa eru erlendir ríkisborgarar. Innlent 15.1.2026 11:00
Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga. Innlent 15.1.2026 10:39
Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Fólksbíl var keyrt á móti umferð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík nú á níunda tímanum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð jafnframt árekstur á brautinni í morgun þar sem rúta ók utan í fólksbíl og keyrði síðan af vettvangi. Innlent 15.1.2026 09:58
Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Ólafur Ögmundarson, forseti matvæla- og næringarfræðideildar, segja alvarlega stöðu fram undan. Það sé ekki hægt að fjölga nemum í læknisfræði, sjúkraþjálfun og næringarfræði, til dæmis, vegna aðhaldskröfu frá stjórnvöldum. Það geti haft alvarleg áhrif á stöðu mönnunar innan heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Innlent 15.1.2026 09:24
Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. Innlent 15.1.2026 06:55
Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var sex til níu ára gömul. Sami maður hlaut fyrir tveimur árum þungan dóm fyrir kynferðisbrot gegn móður stúlkunar en sat aldrei inni, að sérstakri ósk móðurinnar. Innlent 14.1.2026 23:03
Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn tíu ára dreng á heimili þess síðarnefnda í Hafnarfirði hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness sem hafði áður hafnað kröfu héraðssaksóknara um gæsluvarðhald. Innlent 14.1.2026 22:56
Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Maður á fertugsaldri, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í lok síðustu viku, er á batavegi. Tveir menn sitja í gæsluvarhaldi vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 14.1.2026 22:15
Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14.1.2026 21:44
Fékk afa sinn með sér á skólabekk Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum. Innlent 14.1.2026 20:01
Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu og dreifingu áfengis í húsnæði í Kópavogi á mánudaginn. Þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu á vettvangi vegna málsins og færðir á lögreglustöð, en síðan sleppt að loknum yfirheyrslum. Innlent 14.1.2026 19:30
Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. Innlent 14.1.2026 19:02
Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Utanríkisráðherrar Grænlands, Danmerkur og Bandaríkjanna auk varaforseta Bandaríkjanna funduðu í Washington í dag um framtíð Grænlands. Fundinum lauk síðdegis og í kvöldfréttum verður farið yfir allt það helsta. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem fólk hefur mótmælt hótunum Bandaríkjamanna við bandaríska sendiráðið. Innlent 14.1.2026 18:10
Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Atlantshafsbandalagsins á Grænlandi. Þeir munu aðstoða við undirbúningar æfingarinnar Arctic Endurance sem hófst í dag og felur í sér verulega aukningu herafla á Grænlandi sem harla óvenjulegt telst að hafi verið hrundið fyrir tilviljun af stað akkúrat í dag. Innlent 14.1.2026 18:09
Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Tveir karlar eru í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í síðustu viku. Annar maðurinn er á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri. Innlent 14.1.2026 17:37
Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Félags- og húsnæðismálaráðherra ákvað að veita Samtökum um karlaathvarf styrk upp á milljónir króna þrátt fyrir að matsaðilar teldu forsvarsmenn samtakanna ekki hæfa til að sinna verkefninu. Samtökin fengu styrk á kostnað verkefnis lögreglunnar á Suðurlandi. Innlent 14.1.2026 16:50
Ræddu undanþágu losunarheimilda Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá. Innlent 14.1.2026 16:46
Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða var ekki í samræmi við lög árið 2024. Þá var Bjarkey Olsen matvælaráðherra. Í áliti umboðsmanns segir að stjórnsýslulögum hafi ekki fylgt við meðferð matvælaráðuneytisins á umsókn um leyfi til hvalveiða. Innlent 14.1.2026 16:29
Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári. Innlent 14.1.2026 15:55
Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Eitt af síðustu verkum Ingu Sæland í ráðuneyti húsnæðismála var að skrifa undir breytingu á byggingarreglugerð og bæta við kröfum um ljósvist. Ljósvistarhönnuður sem barist hefur fyrir þessu í mörg ár segir að bjartari tímar séu fram undan. Innlent 14.1.2026 15:30
Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Dómsmálaráðuneytið mun fara yfir niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu og meta hvort og þá með hvaða hætti sé tilefni til frekari úrbóta. Ráðuneytið hefur óskað þess að refsiréttarnefnd taki dóminn til skoðunar. Dómsmálaráðherra segir alla ríkisstjórnina taka niðurstöðu MDE alvarlega en ríkið var fundið brotlegt í öðru málinu. Innlent 14.1.2026 14:52