Innlent Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Í hádegisfréttum verður rætt við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, en enn sér ekki fyrir endan á þingstörfum fyrir sumarfrí þrátt fyrir stíf fundahöld um helgina. Innlent 30.6.2025 11:39 Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Innlent 30.6.2025 11:29 Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. Innlent 30.6.2025 11:18 Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það. Innlent 30.6.2025 10:58 Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Innlent 30.6.2025 10:55 Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi „Það er góð spurning. Það eru auðvitað núna komin sex ár síðan Jón hvarf og nú er írska lögreglan að koma til Íslands í fyrsta skipti,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í Bítinu í morgun, spurður að því hvers vegna yfirheyrslur væru nú að fara fram á Íslandi. Innlent 30.6.2025 10:13 Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Stór skjálfti mældist í Kötlu í morgun og jarðfræðingar fylgjast með því hvort breytingar hafi orðið á rafleiðni á jarðhitasvæðinu. Innlent 30.6.2025 10:08 Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. Innlent 30.6.2025 08:32 Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki. Innlent 30.6.2025 07:33 Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Reykjavíkurborg fékk frest til 18. júlí til að svara fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis um fundargerðir en upprunalegi fresturinn rann út 26. júní síðastliðinn. Innlent 30.6.2025 07:11 Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum. Innlent 29.6.2025 23:41 Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. Innlent 29.6.2025 21:31 Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. Innlent 29.6.2025 21:30 Tugir missa vinnuna í sumar Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi. Innlent 29.6.2025 21:00 Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Forstjóri Arctic Fish vísar á bug ásökunum innviðaráðherra um skort á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins vegna ákvörðunar um flutning starfa frá Þingeyri. Fyrirtækið greiði hundruð milljóna í sérstaka fiskeldisskatta, þrátt fyrir taprekstur, sem ekki renni að nokkru marki aftur vestur á firði og í þau samfélög sem skapi tekjurnar. Innlent 29.6.2025 20:13 Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Innlent 29.6.2025 19:21 Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. Innlent 29.6.2025 18:32 Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Forstjóri Arctic Fish vísar á bug ásökunum innviðaráðherra um skort á samfélagsábyrgð fyrirtækisins vegna ákvörðunar um flutning starfa frá Þingeyri. Fyrirtækið greiði hundruð milljóna í skatta, þrátt fyrir taprekstur, sem ekki renni vestur. Innlent 29.6.2025 18:19 Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. Innlent 29.6.2025 17:54 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. Innlent 29.6.2025 17:43 Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. Innlent 29.6.2025 17:21 Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Innlent 29.6.2025 15:02 Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Innlent 29.6.2025 13:25 Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Innlent 29.6.2025 12:58 „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Innlent 29.6.2025 12:16 Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Innlent 29.6.2025 11:45 Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 29.6.2025 11:12 Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 29.6.2025 09:54 Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. Innlent 29.6.2025 07:36 „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Innlent 28.6.2025 23:19 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Í hádegisfréttum verður rætt við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, en enn sér ekki fyrir endan á þingstörfum fyrir sumarfrí þrátt fyrir stíf fundahöld um helgina. Innlent 30.6.2025 11:39
Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Innlent 30.6.2025 11:29
Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. Innlent 30.6.2025 11:18
Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Ríkissaksóknara um áfrýjunarleyfi á sýknudómi yfir manni sem var sakaður um að hafa bundið barn niður og kitlað það. Ríkissaksóknari taldi mikilvægt að skera úr um það hvort fullorðinn einstaklingur gæti skýlt sér bak við það að um leik væri að ræða, þegar augljósum aðstöðu- og aflsmuni væri beitt. Hæstiréttur féllst ekki á það. Innlent 30.6.2025 10:58
Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson hefur beðið Höllu Tómasdóttur forseta afsökunar eftir að hann greindi frá því að hún hefði mætt með lífverði með sér í sund. Forsetinn hafði aftur á móti ekki lífvörð með sér í för heldur dóttur sína, að sögn forsetaembættisins, sem kallar fréttaflutninginn „vitleysu“. Eiríkur hefur tekið greinina niður að beiðni embættisins. Innlent 30.6.2025 10:55
Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi „Það er góð spurning. Það eru auðvitað núna komin sex ár síðan Jón hvarf og nú er írska lögreglan að koma til Íslands í fyrsta skipti,“ sagði Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, í Bítinu í morgun, spurður að því hvers vegna yfirheyrslur væru nú að fara fram á Íslandi. Innlent 30.6.2025 10:13
Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Stór skjálfti mældist í Kötlu í morgun og jarðfræðingar fylgjast með því hvort breytingar hafi orðið á rafleiðni á jarðhitasvæðinu. Innlent 30.6.2025 10:08
Fundar með þingflokksformönnum Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, mun funda með þingflokksformönnum klukkan níu þar sem þinghald í vikunni verður til umræðu. Þingfundur hefst svo klukkan 10 þar sem á dagskrá eru atkvæðagreiðslur og svo áframhaldandi umræður um breytingar á veiðigjöldum. Innlent 30.6.2025 08:32
Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Engin leiktæki eru í dag við leikskóladeild sonar Herdísar Sveinbjörnsdóttur. Sonur hennar er á leikskóladeildinni Lyngási sem er lítil og sérhæfð leikskóladeild sem rekin er af Ás styrktarfélagi. Börnin á deildinni eru öll með einhvers konar fötlun og geta því ekki notað hefðbundin leiktæki. Innlent 30.6.2025 07:33
Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Reykjavíkurborg fékk frest til 18. júlí til að svara fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis um fundargerðir en upprunalegi fresturinn rann út 26. júní síðastliðinn. Innlent 30.6.2025 07:11
Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Þingflokksformenn funduðu og áttu samtöl í allan dag til að freista þess að samkomulagi um þinglok. Búið er að birta dagskrá þingfundar á vef Alþingis fyrir morgundaginn. Ef ekki tekst að semja um þinglok í kvöld heldur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar áfram að loknum fernum atkvæðagreiðslum. Innlent 29.6.2025 23:41
Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Rannsóknastjóri hjá Hafró segir sund Ross Edgley í kringum landið hafa boðið íslenskum vísindamönnum upp á einstakt tækifæri. Hann bindur vonir við að nýjar uppgötvanir verði gerðar samhliða sundi kappans í kringum landið. Innlent 29.6.2025 21:31
Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir deilur innan flokksins orðnar „algjört bull“. Hún segist reið og vonsvikin að ný framkvæmdastjórn hafi ákveðið að kæra formann og gjaldkera Vorstjörnunnar. Þau séu öll sjálfboðaliðar og félagar þeirra. Innlent 29.6.2025 21:30
Tugir missa vinnuna í sumar Forstjóri PCC á Bakka vonar að þeir tugir starfsmanna verksmiðjunnar sem missa vinnuna í sumar þreyi þorrann þar til hægt verði að hefja rekstur að nýju og ráði sig aftur til PCC. Stjórnvöld hafa sett á fót nefnd sem fjallar um mál PCC. Forstjórinn segir nauðsynlegt að stemma stigu við ríkisstyrktum innflutningi á kínverskum málmi. Innlent 29.6.2025 21:00
Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Forstjóri Arctic Fish vísar á bug ásökunum innviðaráðherra um skort á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins vegna ákvörðunar um flutning starfa frá Þingeyri. Fyrirtækið greiði hundruð milljóna í sérstaka fiskeldisskatta, þrátt fyrir taprekstur, sem ekki renni að nokkru marki aftur vestur á firði og í þau samfélög sem skapi tekjurnar. Innlent 29.6.2025 20:13
Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Innlent 29.6.2025 19:21
Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Múmínlundurinn í Kjarnaskógi verður kallaður Ævintýraskógurinn þar til Skógrækt Eyfirðinga og Akureyrarbær og Moomin Characters komast að niðurstöðu um höfundarrétt leiktækja, skilta og listar í skóginum. Innlent 29.6.2025 18:32
Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Forstjóri Arctic Fish vísar á bug ásökunum innviðaráðherra um skort á samfélagsábyrgð fyrirtækisins vegna ákvörðunar um flutning starfa frá Þingeyri. Fyrirtækið greiði hundruð milljóna í skatta, þrátt fyrir taprekstur, sem ekki renni vestur. Innlent 29.6.2025 18:19
Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Einn ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur í miðbænum í dag þar sem hann ók á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Tveir aðrir voru sviptir ökuréttindum fyrir að aka of hratt í miðborginni. Báðir óku þeir á 88 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 40 kílómetrar á klukkustund. Innlent 29.6.2025 17:54
Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum að því sótt sé að grundvallarstoðum háskólastarfs víða um heim. Í sameiginlegri yfirlýsingu staðfesta þeir grundvallarmikilvægi akademísks frelsis og sjálfstæði stofnana fyrir framgang þekkingar, eflingu lýðræðis og þróun samfélaga. Innlent 29.6.2025 17:43
Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Framkvæmdastjóri SA segir það sorglegt ef það á að horfa á vinnumarkaðinn og beita þar vinstri pólitík sem snýst um að stilla upp fyrirtækjum gegn starfsfólki. Formaður VR segir að verðbólgan sé heimatilbúin og eigi rætur að rekja til gróðasóknar fyrirtækja, sem vilji ekki taka þátt í því sameiginlega verkefni að ná niður verðbólgu. Innlent 29.6.2025 17:21
Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri Grænna, segir orðræðu kalda stríðsins einkenna umræðuna um öryggis- og varnarmál, og lýsir efasemdum um áform íslenskra stjórnvalda um að verja einu og hálfu prósenti þjóðarframleiðslu í öryggis- og varnartengd verkefni. Dagur B. Eggertsson segir að framlög Íslands muni fara meðal annars í nauðsynlega innviðauppbyggingu innanlands. Innlent 29.6.2025 15:02
Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Innlent 29.6.2025 13:25
Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði Ofurtölva í eigu Háskóla Íslands gerir Veðurstofu Íslands kleift að herma eftir hraunflæði og áhrifum jökulhlaupa á nákvæmari hátt. Forstjóri Veðurstofunnar segir samstarfið við Háskóla Íslands gríðarlega mikilvægt og að það hafi verið mikið gæfuspor að samnýta mikilvæga reikniinnviði. Innlent 29.6.2025 12:58
„Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic Fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Innlent 29.6.2025 12:16
Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Innviðaráðherra segir það gríðarlegt högg fyrir byggðina á Þingeyri að Arctic fish ætli að flytja fóðurstöð sína á Ísafjörð. Hann ætlar að beita sér fyrir því að ákvörðunin verði dregin til baka og segir samfélagslega sátt þurfa að ríkja um fiskeldi. Innlent 29.6.2025 11:45
Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Maður sem réðist á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur um miðnætti í nótt er Íslendingur og var farþegi rútunnar. Aðrir farþegar héldu manninum, sem var orðinn ölvaður, niðri þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann. Rútubílstjórinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 29.6.2025 11:12
Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 29.6.2025 09:54
Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Ráðist var á rútubílstjóra í miðborg Reykjavíkur í gær en vegfarendum tókst að yfirbuga árásarmanninn og halda honum niðri þar til lögreglan kom á vettvang og handtók manninn. Innlent 29.6.2025 07:36
„Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir samtökin haf einbeitt sér að því að styðja við Grindvíkinga þar sem þeir eru og búa. Langflestir þeirra búi utan bæjarins. Íbúi í Grindavík gagnrýndi í dag að styrkir færu aðeins til verkefna utan bæjarins. Aðalheiður segir standa til að funda með bæjarstjórn um áframhaldandi stuðning. Innlent 28.6.2025 23:19