Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Trump og Selenskí funda á ný

Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Norska krónprinsessan í veikinda­leyfi

Norska krónprinsessan Mette-Marit er á leið í veikindaleyfi vegna lungnasjúkdóms og ætlar hún að leita sér meðferðar. Tilkynningin kemur í kjölfar ákæru á hendur syni hennar sem grunaður er um að hafa brotið á fjórum konum.

Erlent
Fréttamynd

Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada

Kanadamenn eru að fjarlægja sig verulega frá nágrönnum sínum í Bandaríkjunum. Þeir kaupa mun minna af vörum þaðan, ferðast lítið sem ekkert til Bandaríkjanna og neyta mun minna af bandarískum menningarafurðum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar á­frýja niður­stöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar

Stjórnvöld í Kreml hafa vísað ákvörðun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um að þau bæru ábyrgð á því að farþegaþota Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 til Alþjóðasakamáladómstólsins. Rússar hafa alla tíð neitað að axla ábyrgð á því að hátt í þrjú hundruð manns týndu lífi.

Erlent
Fréttamynd

Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl

Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni.

Erlent
Fréttamynd

Banna kennslu­bækur eftir konur í há­skólum landsins

Talíbanastjórnin í Afganistan hefur bannað notkun kennslubóka eftir konur í háskólum landsins, auk þess sem átján fög hafa verið bönnuð. Fögin, sem mörg varða konur, jafnrétti eða mannréttindi, eru sögð ganga gegn trúnni og stefnu stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Segir Pútín hafa valdið sér „miklum von­brigðum“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið.

Erlent
Fréttamynd

Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flug­vélar

Saksóknarar í Litháen segjast hafa svipt hulunni af hópi manna tengdum Rússlandi sem skipulagt hafi og framkvæmt íkveikjuárásir víðsvegar um Evrópu. Einhverjir mannanna hafa verið handteknir en þeir eru meðal annars grunaðir um að senda eldsprengjur um borð í flugvélar DHL á vegum Leyniþjónustu rússneska hersins (GRU).

Erlent
Fréttamynd

Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í nótt að forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, hefðu tekið þá ákvörðun að hætta að sýna þátt Jimmy Kimmel í óákveðinn tíma, eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina.

Erlent
Fréttamynd

Hans Enoksen er látinn

Grænlenski stjórnmálamaðurinn Hans Enoksen er látinn, 69 ára að aldri. Enoksen var formaður grænlensku landstjórnarinnar á árunum 2002 til 2009, en hann lést eftir langvarandi veikindi.

Erlent
Fréttamynd

Fundu Guð í App store

Tugir milljóna nýta sér nú svokölluð trúarleg spjallmenni í sínu daglega lífi en ógrynni af kristnum gervigreindarforritum hafa flætt inn á appverslanir síðustu mánuði. Sumir segja jafnvel að það hafi hjálpað að komast yfir áföll með því að spjalla við meintan Drottinn í gegnum gervigreindarforrit.

Erlent
Fréttamynd

Nýr kókaínkóngur í Mexíkó

Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Segir Kenne­dy hafa rekið sig fyrir að standa við vísinda­leg heilindi

Fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) sagði bandarískri þingnefnd að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, hefði rekið sig fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust nýjar ráðleggingar um bóluefni og að standa við vísindaleg heilindi. Þá hefði hann skipað henni að reka embættismenn án ástæðu.

Erlent
Fréttamynd

Fjar­lægðu skýrslu um pólitískt of­beldi hægri öfga­manna

Skýrsla sem fjallaði um ofbeldisverk fjar-hægri öfgamanna í Bandaríkjunum hefur verið fjarlægð af síðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að frá 1990 hafa öfgamenn á hægri væng bandarískra stjórnmála framið mun fleiri pólitísk morð en vinstri sinnaðir öfgamenn eða íslamistar.

Erlent
Fréttamynd

Vatna­skil í dönskum varnar­málum: Ætla að kaupa lang­dræg vopn í fyrsta sinn

Dönsk stjórnvöld ætla að fjárfesta í langdrægum vopnum sem eiga að hafa þann tilgang að hafa fælingarmátt gegn mögulegri árás. Um er að ræða vatnaskil í dönskum varnarmálum að sögn forsætisráðherra en þetta verður í fyrsta sinn sem Danir hyggjast byggja upp slíkt vopnabúr. Þótt að hernaðarleg ógn sé ekki sögð yfirvofandi er það mat yfirvalda í Danmörku að ekki megi vanmeta mögulega ógn frá Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“

Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins.

Erlent