Fréttir

Katrín efst en Jón hrynur í nýrri könnun

Jón Gnarr mælist með umtalsvert minna fylgi í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands en í öðrum könnunum til þessa. Katrín Jakobsdóttir trónir á toppnum í könnuninni en ekki er þó marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur.

Innlent

Fram­boð Viktors Traustasonar er gilt

Viktor Traustason verður í framboði til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landskjörstjórn. Þar kemur fram að kjörstjórn hafi komið saman klukkan fjögur í dag á fjarfundi og úrskurðaði um gildi framboðs hans.

Innlent

Segir fólk eiga rétt til mót­mæla en ekki til ó­reiðu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum.

Erlent

Útimarkaðurinn í Mosó hættir

Ákveðið hefur verið að úti­mark­aði Mosskóga í Mosfellsdal, þar sem hægt hefur verið að kaupa varn­ing frá rækt­end­um og framleiðend­um í ná­grenn­inu, verði hætt nú í sumar.

Innlent

Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion

Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs.

Erlent

Vornanen kastað úr þing­flokknum

Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag.

Erlent

Á­fram land­ris og ó­vissa um fram­haldið

Enn mælist landris við Svartsengi og heldur þrýstingur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Hraunflæði úr gígnum sem gýs úr hefur farið minnkandi síðustu daga, en skjálftavirkni á svæðinu aukist.

Innlent

Búinn að skila inn undir­skriftum eftir „óvenjulegan“ frest

Viktor Traustason skilaði í morgun inn forsetaframboði sínu í annað sinn eftir að hafa fengið aukafrest til að safna meðmælum. Formaður Landskjörstjórnar segir verulega ágalla hafa verið á meðmælalistum Viktors í fyrstu atrennu. Það sé óvenjulegt að veittur sé frestur þegar ágallar eru meiriháttar, eins og í tilfelli Viktors.

Innlent

Hafa engin varnar­virki til að hörfa í

Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá.

Erlent

„Það er norskur sigur í dag“

Í dag klukkan eitt í dag fer Gunnar Örn Hauksson flugmaður til sýslumanns og gerir honum grein fyrir því að hann eigi ekki hundrað milljónir króna til að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans á Snæfjallaströnd.

Innlent