Fréttir

Þrír látnir og tugir særðir

Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu.

Erlent

Skiljan­legt að málið veki upp miklar og erfiðar til­finningar

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það taka á að heyra frásagnir þolenda kynferðisofbeldis og að þeir upplifi ekki að réttarkerfið verndi þá. Það sé þó mikilvægt að fólk beri traust til réttarríkisins og að lögregla og dómskerfi fái rými til að vinna sína vinnu. Nauðsynlegt sé þó að réttarkerfið grípi þolendur eins og aðra. 

Innlent

Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“

Vefverslun Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hafið sölu á klæðnaði merktum „Trump 2028“. Forsetinn hefur ýjað að því að hann hyggist bjóða sig fram aftur 2028 þrátt fyrir að hann megi það ekki samkvæmt stjórnarskrá.

Erlent

Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir út­förina

Lokaundirbúningur fyrir útför Frans páfa mun fara fram í Páfagarði í dag. Almenningur hefur til klukkan 20 í dag, að staðartíma, til að kveðja páfann í Péturskirkjunni. Útförin er svo á morgun. Fjöldi erlendra ráðamanna ferðast í dag og á morgun til að vera viðstaddir útförina.

Erlent

Fjöldi her­skipa við Reykja­víkur­höfn

Herskip bandalagsríkja Atlantshafsbandalagsins hófu að koma til hafnar í Reykjavík í gærmorgun en skipin eru hingað komin til að taka þátt í kafbátaeftirlitsæfingunni Dynamic Mongoose sem hefst eftir helgi og er haldin á vegum Atlantshafsbandalagsins.

Innlent

Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum

Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum.

Innlent

Á­rásar­maðurinn sagður að­hyllast hug­myndir Hitler

Nemandinn sem grunaður er um að hafa stungið skólasystur sína til bana í Nantes í Frakklandi í dag er sagður hafa lýst yfir dýrkun á hugmyndum Adolfs Hitler. Hann sendi samnemendum sínum tölvupóst skömmu fyrir árásina þar sem hann segir hnattvæðingu spilla mannkyninu. 

Erlent

Sýknaður af á­kæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum. Honum var gefið að sök að hafa kysst sextán ára stúlku á kinnina, strokið rass hennar og þrýst henni upp að sér gegn vilja hennar í veislu á veitingastað í Garðabæ.

Innlent

Ó­sáttur Banda­ríkja­for­seti og sumar­sól

Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Ár­mann Leifs­son nýr for­seti Röskvu

Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði.

Innlent

„Vladímír, HÆTTU!“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum.

Erlent

Svara á­kalli for­eldra

Seltjarnarnesbær hefur lagt af stað með aðgerðir til að bregðast við löngum biðlistum eftir leikskólaplássi í bænum. Bæjarstjóri segist vonast til þess að hægt verði að bæta við sextán nýjum plássum strax á næstu vikum. 

Innlent

Nemandi látinn eftir á­rás í frönskum skóla

Nemandi er látinn eftir stunguárás í skóla í borginni Nantes í Frakklandi. Ársármaðurinn er sagður vera fimmtán ára gamall, en hann mun hafa verið yfirbugaður af kennurum eftir að hafa stungið að minnsta kosti fjóra táninga.

Erlent

Hitnar í kolunum hjá Ind­landi og Pakistan

Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt.

Erlent