Fréttir

Húsbrot á höfuð­borgar­svæðinu: Oft sama fólkið sem brýst í­trekað inn í fleiri fjöl­býlis­hús

Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra.

Innlent

Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk

Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt.

Innlent

Stilltu til friðar á ó­form­legum fundi í gær

Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær.

Innlent

Talinn ógn við sam­fé­lagið og vísað úr landi

Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins.

Innlent

Hugsan­lega verið að reyna á einingu NATO-ríkja

Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins.

Innlent

Boða hertar að­gerðir gegn afbrotaunglingum

Sakhæfisaldur verður lækkaður niður í þrettán ár í aðgerðum sem hægriflokkarnir sem standa að sænsku ríkisstjórninni boða til þess að stemma stigu við afbrotum unglinga. Þá vilja þeir gera lögreglu kleift að beita forvirkum rannsóknarheimildum gegn börnum sem eru yngri en fimmtán ára.

Erlent

Hrókeringar í þing­nefndum og Grímur segir af sér

Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins.

Innlent

Tekist á um hvort fram­lag í sér­eign sé launagreiðsla

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni tryggingarfélagsins Varðar um að taka fyrir deilu félagsins við vátryggingartaka, sem krefst þess að mótframlag vinnuveitanda hans í séreignarsjóð verði talið til árslauna við útreikning bóta. Rétt rúmlega 300 þúsund krónur eru undir í málinu.

Innlent

Herinn skakkar leikinn í Katmandú

Vopnaðir hermenn standa nú vörð á strætum Katmandú, höfuðborg Nepals, eftir mannskæð mótmæli og óeirðir síðustu daga. Borgarbúum hefur verið skipað að halda sig heima hjá sér.

Erlent

„Ég hef al­veg heyrt mun verri hug­myndir en þetta“

Kristján Ingi Mikaelsson, annar eigenda MGMT Ventures og einn af stofnendum Visku, segist þekkja fleiri dæmi þess að menn hafi selt ofan af sér til að fjárfesta í Bitcoin. Fólk verði hins vegar að passa sig þegar það sé að taka stórar ákvarðanir.

Innlent

Stjórnar­and­staðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðar­dans sumarsins

Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum.

Innlent

Víða rigning og hiti að fjór­tán stigum

Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi.

Veður

Tuttugu prósent meira fjár­magn í utan­ríkis­mál á næsta ári

Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir.

Innlent

Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19

Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til.

Innlent

Óttast gremju uppgjafahermanna í Rúss­landi

Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf.

Erlent

Efast um að Banda­ríkin leyfi sjálf­stætt Græn­land

Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki.

Erlent

Taka tolla Trumps í flýtimeðferð

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu.

Erlent

Ráð­stöfun sér­eignar­sparnaðar inn á hús­næðis­lán bara tíma­bundin

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma.

Innlent

Standa fast á því að undir­skriftin sé ekki Trumps

Undirskrift Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á bréfi í bók sem barnaníðingurinn Jeffrey Epstein fékk þegar hann varð fimmtugur er fölsuð. Þessu hélt talskona Trumps aftur fram á blaðamannafundi undir kvöld, eins og hún og fleiri úr röðum Trump-liða gerðu í gær eftir að bréfið og bókin sjálf voru opinberuð.

Erlent

Út­sending komin í lag

Bilun hefur komið upp í sjónvarpsútsendingu Sýnar sem veldur truflunum í útsendingu í appi og vefsjónvarpi. Verið er að vinna að lausn og beðist er afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Innlent