Fréttir

„Vinnu­brögð sem maður er ekki vanur“

Róbert Wessman vill lítið tjá sig um meintar njósnir manna á snærum Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem beindust meðal annars að Róberti. „Auðvitað eru þetta vinnubrögð sem maður er ekki vanur,“ segir hann þó.

Innlent

Dæmi um að tvær fjöl­skyldur deili einni au pair

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á vinnumarkaðssviði hjá ASÍ, segir nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði vistráðningakerfið og sérstök dvalarleyfi fyrir au pair á Íslandi. Stjórnvöld verði að tryggja að kerfið sé notað eins og á að gera það.

Innlent

Ísraelsk stjórn­völd segjast ætla að hleypa hjálpar­gögnum á Gasa

Ísraelsk stjórnvöld segja að nú standi til að hleypa ákveðnu magni af hjálpargögnum inn á Gasa svæðið eftir ellefu vikna herkví sem hefur ýtt svæðinu á barm hungursneyðar. Netanjahú forsætisráðherra segir að hungusneyð á svæðinu myndi gera hernum erfiðara fyrir í sókninni inn á svæðið sem nú er hafin.

Erlent

Getur víða farið yfir tuttugu stig

Hæð yfir landinu stýrir veðrinu í dag og verður áfram hlýtt í veðri. Útlit er fyrir fremur hæga breytilega átt eða hafgolu og víða björtu veðri, en við ströndina eru líkur á þokulofti, einkum sunnan- og vestanlands.

Veður

Spænska ríkis­sjón­varpið vill að síma­kosningin verði yfir­farin

Spænska ríkissjónvarpið, RTVE, hefur krafist þess að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, yfirfari spænsku símakosninguna í Eurovision. Ísrael fékk flest stig í símakosningunni á Spáni síðasta laugardag og þar með tólf stig frá spænsku þjóðinni. Fjallað er um málið á spænska miðlinum El País. Ísrael fékk engin stig frá spænsku dómnefndinni.

Erlent

Af­drif Hörpunnar enn á huldu

Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu.

Innlent

Sér­stakar hleranir og sím­tölin sem gætu alltaf orðið til

Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það.

Innlent

Verði að kunna ís­lensku til að geta hjúkrað

Félag íslenska hjúkrunarfræðinga hefur skorað á stjórnvöld að krefjast þess að hjúkrunarfræðingar af erlendu þjóðerni fái ekki starfsleyfi nema íslenskukunnátta sé til staðar. Félagið samþykkti ályktun þess efnis á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðasta fimmtudag.

Innlent

Nicusor Dan nýr for­seti Rúmeníu

Nicusor Dan, borgarstjóri Búkarest, sigraði forsetakosningar Rúmeníu í dag með 55 prósent atkvæða. Dan sem er óháður Evrópusinni hafði þar betur gegn hinum hægrisinnaða George Simion.

Erlent

Gull­fal­legt fley Getty-kóngsins við Reykja­víkur­höfn

Stærðarinnar lúxussnekkja sem ber nafnið Talitha og er í eigu auðkýfingsins Mark Getty liggur við akkeri í Reykjavíkurhöfn. Skipið var byggt í Þýskalandi árin 1929 - 1930, og gegndi meðal annars hlutverki byssuskips í seinni heimsstyrjöld, þegar það var í eigu Bandaríkjahers.

Innlent

Til­raun með ræktun hveitis á Ís­landi gefur góð fyrir­heit

Hveitirækt hefur gefist vel hér á landi og er ætlunin að auka þá ræktun. Þá er kornrækt í miklum blóma en bygg var ræktað á um 3.400 hekturum hjá bændum á síðasta ári. Hveitið í ræktuninni er aðallega notað í fóður fyrir dýr þar sem mesti vaxtarsprotinn er í fiskeldi.

Innlent