Fréttir Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sem hún lét falla á leið sinni úr þingsal í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. Innlent 6.12.2025 11:46 Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Innlent 6.12.2025 11:37 Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Steinhvelfingin utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu getur ekki uppfyllt hlutverk sitt um að stöðva geislun, samkvæmt Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni. Sprengjudróni hafnaði á hvelfingunni í febrúar. Erlent 6.12.2025 10:46 Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna vilja að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund. Þriðjungur er mótfallinn breytingunni. Landsmenn sem fara á fætur eftir klukkan níu eru hlynntastir breytingunni. Innlent 6.12.2025 10:00 Gripinn á 130 á 80-götu Lögregla stöðvaði ökumann í gæð þar sem hann ók á 131 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 6.12.2025 09:10 Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gær vegna æsts manns á hóteli miðsvæðis í Reykjavík í gær en þar hafði hann kastað til innanstokksmunum. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands. Innlent 6.12.2025 08:13 „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Fyrrverandi nýnasisti segir sjálfsvinnu og aukið sjálfstraust hafa bjargað sér frá vítahring haturs og öfga. Hann kynnir nú Exit átakið hér á landi sem veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Hann telur það geta skipt sköpum á Íslandi. Innlent 6.12.2025 07:58 Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst. Veður 6.12.2025 07:30 Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Íbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað. Innlent 6.12.2025 07:02 MAST búið að snúa hnífnum MAST hefur frestað fyrirhugaðri aflífun hundsins Úlfgríms um mánuð til að gefa eigenda hans færi á að sýna að hann hljóti viðeigandi meðferð. Í kjölfarið verður ákvörðunin endurskoðuð ef hann sýnir batamerki. Innlent 6.12.2025 00:03 Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5.12.2025 23:00 Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Eldur kviknaði í skemmu á bænum Brimnesi á Dalvík í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið bæjarins kallað út. Hvorki urðu slys á mönnum né dýrum. Innlent 5.12.2025 21:02 „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Innlent 5.12.2025 20:30 Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Innlent 5.12.2025 19:00 „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. Innlent 5.12.2025 18:50 Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. Innlent 5.12.2025 18:47 Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Í kvöldfréttum verður rætt við skýrsluhöfund og ráherra auk þess sem við heyrum frá heitum umræðum á Alþingi. Innlent 5.12.2025 18:02 „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Innlent 5.12.2025 17:42 Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Innlent 5.12.2025 17:24 Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Erlent 5.12.2025 16:00 Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Innlent 5.12.2025 15:30 „Það er verið að setja Austurland í frost“ Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Innlent 5.12.2025 13:01 Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun. Innlent 5.12.2025 12:36 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. Innlent 5.12.2025 12:27 Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2. Innlent 5.12.2025 12:19 Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að fjölga þeim ríkjum sem sæta ferðabanni til Bandaríkjanna í yfir 30. Þetta staðfestir heimavarnaráðherrann Kristi Noem. Erlent 5.12.2025 12:08 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5.12.2025 11:42 Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Við ræðum við Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra í beinni en hann er í stuttu leyfi frá sjúkrahúsdvöl. Innlent 5.12.2025 11:40 Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Erlent 5.12.2025 11:38 Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins. Erlent 5.12.2025 11:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sem hún lét falla á leið sinni úr þingsal í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. Innlent 6.12.2025 11:46
Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Innlent 6.12.2025 11:37
Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Steinhvelfingin utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu getur ekki uppfyllt hlutverk sitt um að stöðva geislun, samkvæmt Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni. Sprengjudróni hafnaði á hvelfingunni í febrúar. Erlent 6.12.2025 10:46
Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Rúmlega fjörutíu prósent landsmanna vilja að klukkan verði færð aftur um eina klukkustund. Þriðjungur er mótfallinn breytingunni. Landsmenn sem fara á fætur eftir klukkan níu eru hlynntastir breytingunni. Innlent 6.12.2025 10:00
Gripinn á 130 á 80-götu Lögregla stöðvaði ökumann í gæð þar sem hann ók á 131 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Innlent 6.12.2025 09:10
Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum Óskað var eftir aðstoð lögreglu í gær vegna æsts manns á hóteli miðsvæðis í Reykjavík í gær en þar hafði hann kastað til innanstokksmunum. Hann var vistaður í fangaklefa vegna ástands. Innlent 6.12.2025 08:13
„Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Fyrrverandi nýnasisti segir sjálfsvinnu og aukið sjálfstraust hafa bjargað sér frá vítahring haturs og öfga. Hann kynnir nú Exit átakið hér á landi sem veitir föngum aukinn stuðning að lokinni afplánun. Hann telur það geta skipt sköpum á Íslandi. Innlent 6.12.2025 07:58
Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst. Veður 6.12.2025 07:30
Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Íbúar í Ölfusi eru langþreyttir á mengun í Varmá sem kemur frá nágrönnum þeirra í Hveragerði. Skólplykt leggur yfir íbúðahverfi í Ölfusi og fiskar hafa drepist í ánni vegna klórs frá sundlauginni í Laugaskarði. Bæjaryfirvöld tilkynntu ekki um klórslys sem varð í vor fyrr en daginn eftir að það átti sér stað. Innlent 6.12.2025 07:02
MAST búið að snúa hnífnum MAST hefur frestað fyrirhugaðri aflífun hundsins Úlfgríms um mánuð til að gefa eigenda hans færi á að sýna að hann hljóti viðeigandi meðferð. Í kjölfarið verður ákvörðunin endurskoðuð ef hann sýnir batamerki. Innlent 6.12.2025 00:03
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5.12.2025 23:00
Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Eldur kviknaði í skemmu á bænum Brimnesi á Dalvík í kvöld og var allt tiltækt slökkvilið bæjarins kallað út. Hvorki urðu slys á mönnum né dýrum. Innlent 5.12.2025 21:02
„Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Innlent 5.12.2025 20:30
Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Innlent 5.12.2025 19:00
„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. Innlent 5.12.2025 18:50
Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Einungis tvö prósent aðspurðra vilja að Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, verði næsti borgarstjóri samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. Innlent 5.12.2025 18:47
Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu. Í kvöldfréttum verður rætt við skýrsluhöfund og ráherra auk þess sem við heyrum frá heitum umræðum á Alþingi. Innlent 5.12.2025 18:02
„Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Innlent 5.12.2025 17:42
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Innlent 5.12.2025 17:24
Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Erlent 5.12.2025 16:00
Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Innlent 5.12.2025 15:30
„Það er verið að setja Austurland í frost“ Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Innlent 5.12.2025 13:01
Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun. Innlent 5.12.2025 12:36
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. Innlent 5.12.2025 12:27
Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2. Innlent 5.12.2025 12:19
Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Bandaríkjastjórn hefur í hyggju að fjölga þeim ríkjum sem sæta ferðabanni til Bandaríkjanna í yfir 30. Þetta staðfestir heimavarnaráðherrann Kristi Noem. Erlent 5.12.2025 12:08
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5.12.2025 11:42
Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mál Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Við ræðum við Guðmund Inga Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra í beinni en hann er í stuttu leyfi frá sjúkrahúsdvöl. Innlent 5.12.2025 11:40
Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Erlent 5.12.2025 11:38
Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Edinborgarflugvelli var lokað í skamma stund í morgun vegna bilana hjá þjónustuaðila flugumferðarstjórnarinnar á vellinum. Að sögn Guðna Sigurðssonar, staðgengils forstöðumanns samskipta hjá Icelandair, kann lokunin að hafa einhverja seinkun í för með sér fyrir farþega félagsins. Erlent 5.12.2025 11:02