Fréttir

Mætast í Pallborðinu á loka­sprettinum

Þau tvö sem sækjast eftir oddvitasætinu hjá Samfylkingunni í borginni í sveitarstjórnarkosningum mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi á morgun. Lesendur Vísis eru hvattir til að beina spurningum til frambjóðendanna. 

Innlent

Kafað í óbirta og um­talaða skýrslu um Félagsbústaði

Óbirt skýrsla um fjárhagsstöðu Félagsbústaða lýsir veikri fjárhagsstöðu félagsins sem hafi verið rekið með ósjálfbærum hætti undanfarin ár. Sjóðstreymi hafi verið neikvætt, stjórnun þess verið línudans og aðferðum verið beitt sem hafi reynst rekstrinum þungar. Á hinn bóginn má lesa bjartsýni úr skýrslunni þar sem settar eru fram tillögur um hvernig megi snúa rekstri Félagsbústaða „frá vítahring til fjárhagslegrar sjálfbærni,“ líkt og það er orðað í skýrslunni. Meðal þess sem lagt er til er 1,5% raunhækkun leiguverðs hjá Félagsbústöðum.

Innlent

Við­reisn býður fram undir merkjum Sam­fylkingar

Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Innlent

„Ég á þetta og má þetta“

Heldur hitnaði í kolum, og kannski eins og við mátti búast, þegar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Ingu Sæland formanns Flokks fólksins á Alþingi í dag. Hún vildi vita hvernig stæði á þessu hringli með málaflokka; að barnamálaráðherra væri kominn með uppbyggingu dvalarheimila á sínar herðar.

Innlent

Sam­komu­lagið sem ekkert sam­komu­lag er um

Mikil óvissa ríkir varðandi meint samkomulag sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerðu í gær. Óljóst er um hvað þeir sömdu eða hvort þeir sömdu um eitthvað yfir höfuð.

Erlent

Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir

Ion Panaghiu hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga konu eftir jólaboð í herbergi konunnar á gistiheimili í Kópavogi. Í kjölfar nauðgunarinnar sendi hann konunni fjölda skilaboða, þar sem hann kallaði hana meðal annars elskuna sína og eiginkonu sína, og reyndi að færa henni blómvönd.

Innlent

Hús­leit fór fram víðar en á Akur­eyri

Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum.  

Innlent

Halla slær á putta handboltahetjunnar

Halla Gunnarsdóttir formaður VR slær góðlátlega á putta Viktors Gísla Hallgrímssonar markmanns íslenska landsliðsins sem vildi fá alla til Malmö þar sem íslenska liðið leikur nú í undanriðli. Fyrsti leikurinn er á morgun og Viktor taldi ekki mikið mál að fólk nýtti sér veikindadagana til að skjótast út.

Innlent

Drógu mann út á nær­buxunum sem hafði ekkert til saka unnið

Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu.

Erlent

„Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“

Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hvalveiðimótmælendanna Anahitu Babaei og Elissu Bijou sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 í 33 klukkustundir árið 2023. Þær segjast tilbúnar til að standa á sínu í réttarsal og segja heiminn standa með sér.

Innlent

Trump kynnti friðarráðið

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti hið svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi.

Erlent

Ó­sam­mála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“

Oddvitaefni Samfylkingarinnar eru ósammála um hvort sitjandi borgarstjóri sé „atvinnupólitíkus“ eða ekki. Þau segja prófkjörsbaráttuna hafa einkennst af virðingu og hafa ekki upplifað ljótan eða harkalegan oddvitaslag. Þá segjast þau sammála um að það skipti máli að Samfylkingin gangi sameinuð til kosninga í vor, hvort sem sitjandi borgarstjóri eða nýliði með ferska sýn leiði flokkinn í borginni. Þau eru bæði þeirrar skoðunar að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.

Innlent

Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungs­ríkisins

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ítrekar að Danir og Grænlendingar séu þeir einu sem geti tekið ákvarðanir um mál sem varða Danmörku og Grænland. Dönsk stjórnvöld séu í þéttu sambandi við Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, sem sé fullmeðvitaður um afstöðu danska konungsríkisins en það sé gott og fullkomlega eðlilegt að framkvæmdastjóri bandalagsins ræði öryggi á Norðurslóðum við Bandaríkjaforseta. Þá fullyrðir varnarmálaráðherra Danmerkur að Rutte hafi ekki samið við Trump fyrir hönd landsins.

Erlent

Hand­tóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas

Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, ICE, tók fimm ára dreng í Minnesota höndum þegar hann var á leið sinni heim úr skólanum. Að sögn skólayfirvalda í Columbia Heights, úthverfi Minneapolis, voru drengurinn og faðir hans teknir höndum í innkeyrslunni heima hjá sér og sendir í varðhald í Texas.

Erlent

Sam­komu­lagið veiti Banda­ríkjunum að­gang að auð­lindum Græn­lands

Drög að samkomulagi Bandaríkjastjórnar við Atlantshafsbandalagið veitir Bandaríkjunum og bandalagsþjóðum í Evrópu aðgang að réttindum til jarðefnavinnslu í Grænlandi. Þá munu ríki vinna saman að þróun svokallaðrar Gullhvelfingar sem er viðurnefni á loftvarnarkerfi sem Trump vill að spanni hnöttinn og notist við gervihnetti.

Erlent

Al­gjör­lega óásættan­leg staða

„Það kemur mér auðvitað pínulítið á óvart ef kjósendur vilja frekar kjósa einhvern veginn afsprengi Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður þess síðarnefnda. Miðflokkurinn sé afturhaldssamur þjóðernisflokkur sem sæki innblástur til Bandaríkjanna.

Innlent