Fréttir

Gengst ekki við falsfréttum en viður­kennir að tíma­setningar séu mis­vísandi

Stjórnandi Spursmála birti misvísandi myndskeið í þætti sínum þar sem hann sagði „íslamista“ trufla jólamarkaði í Evrópu og „sýna vald sitt.“ Fjöldi staðreyndavakta í Evrópu hafði þegar véfengt falsfréttir um þessi myndbönd, sem sýna í raun nýársfögnuð og Palestínumótmæli. Stefán Einar gengst við því í samtali við Vísi að tímasetningar á myndskeiðunum hafi verið misvísandi en hafnar því að um falsfrétt sé að ræða. Hann gerir ekki greinarmun á íslamistum og stuðningsmönnum Palestínu.

Innlent

Sig­mundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verður meðal þátttakenda í pallborðsumræðum ásamt öðrum fulltrúum evrópskra hægri-íhaldsflokka í Róm á Ítalíu í kvöld. Í pallborðinu verður einnig Kemi Badenoch, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, auk annarra, en Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og leiðtogi Bræðralags Ítalíu, er gestgjafi viðburðarins.

Innlent

Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum

Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa birt nítján nýjar myndir úr dánarbúi barnaníðingsins Jeffreys Epstein. Á myndunum eru nokkrir auðugir, þekktir og áhrifamiklir menn eins og Donald Trump, Bill Clinton, Bill Gates, Richard Branson, Woody Allen og Steve Bannon.

Erlent

Keyptu ekki skýringar um neyðar­vörn í Mjóddinni

Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar.

Innlent

Bakkaði á ofsa­hraða með lyfjakokteil í blóðinu

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjöldann allan af brotum á meðan lögregla veitti honum eftirför. Meðal annars bakkaði hann á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund svo að minnstu mátti muna að gangandi vegfarandi yrði undir bíl hans. Á meðan á þessu stóð var hann undir áhrifum sjö mismunandi ávana-og fíkniefna og slævandi lyfja.

Innlent

Lauf­ey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum

Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent

Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa her­numið

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni.

Erlent

Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum.

Innlent

Játaði en á­frýjaði samt og krafðist sýknu

Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði.

Innlent

Páll Winkel meðal um­sækj­enda um em­bætti ráðu­neytis­stjóra

Fangelsismálastjóri í leyfi, háskólaprófessor og fjórir stjórnendur eru meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Sex umsóknir bárust um embættið en staðan var auglýst laus til umsóknar þann 25. nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 10 desember.

Innlent

Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð undirbúa að stöðva og taka yfir fleiri olíuflutningaskip sem notuð eru til að flytja olíu frá Venesúela, finnist þau á hafi úti. Fyrr í vikunni tóku Bandaríkjamenn stjórn á olíuflutningaskipi undan ströndum Venesúela og var það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert en Bandaríkin hafa beitt Venesúela refsiaðgerðum frá 2019.

Erlent

Fjöldi svæða á landinu sam­bands­laus með öllu

Slysavarnafélagið Landsbjörg lýsir áhyggjum af dvínandi fjarskiptaöryggi Íslendinga þar sem slökkt hefur verið á hluta 2G og 3G farsímasenda. Svæði sem áður voru vel tengd séu nú með öllu sambandslaus. Félagið skorar á stjórnvöld að leggjast með sér á árarnar og viðhalda talstöðvakerfi landsins.

Innlent

Fjöl­skyldur fórnar­lamba krefjast á­byrgðar Sádi-Arabíu

Aðstandendur fórnarlamba árásanna þann 11. september 2001 hafa árum saman barist fyrir því að fá að lögsækja Sádi-Arabíu vegna meints stuðnings ríkisins við hluta hryðjuverkamannanna. Nýlega birt gögn bandarískra yfirvalda hafa styrkt grunsemdir fjölskyldnanna enn frekar og samhliða halda málaferlin áfram að silast í gegnum dómskerfið, 24 árum eftir atburðina.

Innlent

Stað­setning Ís­lands „hernaðar­lega mjög mikil­væg“

Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi.

Innlent

Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Rocio Del Carmen Luciano Pichardo, konu á fertugsaldri, í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á um fjórum og hálfu kílói af kókaíni. Konan flutti efnin til landsins með flugi frá Austurríki í október síðastliðnum.

Innlent

325 milljónir í næsta á­fanga LED-ljósavæðingar í Reykja­vík

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimila útboð í framkvæmdir vegna LED-ljósavæðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir næsta ár. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er 325 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin muni borga sig upp á nokkrum árum þar sem nýtt ljósakerfi verði ódýrara í rekstri.

Innlent

Víða all­hvass vindur og rigning

Óveðurslægðin frá í gær er nú í morgunsárið stödd um þrjú hundruð kílómetra suður af Reykjanesi, hreyfist í norðnorðaustur og grynnist smám saman.

Veður

Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Ís­landi

Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu.

Innlent

Gjald­taka af bílum sé hærri en fjár­fram­lög til vega­gerðar

Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kílómetragjald sé ekki tilbúið að taka gildi eins og stefnt er að um áramótin, og gerir við það ýmsar athugasemdir. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að frumvarpið hafi orðið til á síðasta vorþingi og hafi tekið ýmsum breytingum og fengið góða umfjöllun í nefnd.

Innlent