Fréttir Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja. Innlent 16.11.2025 07:02 Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Lögreglumenn í eftirlitsferð á Austurlandi urðu vitni að stjörnuhrapi sem svo heppilega vildi til að festist á filmu eftirlitsmyndavélar lögreglubílsins. Innlent 15.11.2025 23:46 Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Innlent 15.11.2025 23:39 „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE, óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar og komi til með að auka kostnað við byggingarframkvæmdir. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum. Innlent 15.11.2025 22:12 Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað. Innlent 15.11.2025 22:03 Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Þeir eru fallegir forystu sauðirnir hjá bónda í Flóanum, sem eru líka mjög fallega hyrndir og vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir koma fyrir glæsileika sinn. Innlent 15.11.2025 21:38 Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. Innlent 15.11.2025 20:10 Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Innlent 15.11.2025 19:40 Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að hætt sé við hálku á vegum suðvesta- og vestantil í kvöld eða nótt. Innlent 15.11.2025 18:54 „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Byggingarstjóri óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar. Þær komi til með að auka kostnað. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum Innlent 15.11.2025 18:28 Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Umboðsmaður Alþingis og starfsmenn embættisins fóru í október í næturlangt eftirlit í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu, frá föstudagskvöldi til laugardagsmorguns. Innlent 15.11.2025 17:58 Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Elís Árnason, fyrrverandi eigandi veitingarstaðanna Café Adesso og Sport & Grill, sakar kaupendurna Helga Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgi Skúlason, um að hafa aldrei greitt fyrir staðina. Innlent 15.11.2025 16:44 Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Eva Birgisdóttir var fyrir ári síðan greind með POTS-heilkennið. Hún byrjaði í framhaldsskóla í haust en nær aðeins að mæta tvo eða þrjá daga í viku eftir að hún hætti að komast í reglulega vökvagjöf. Birgir, faðir Evu, hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um kostnaðarþátttöku, sérstaklega á meðan vinnuhópur er enn við störf og engar aðrar lausnir eða meðferðir eru í boði. Innlent 15.11.2025 15:02 Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. Innlent 15.11.2025 14:46 Óslóartréð fellt í Heiðmörk Reisulegt jólatré var fellt í Heiðmörk í dag en um er að ræða Óslóartréð sjálft. Jólatréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. Innlent 15.11.2025 14:05 Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Innlent 15.11.2025 13:25 Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Það stendur mikið til við Esjuna í dag en þar fer fram svokölluð „Ljósafossganga“ til styrktar Ljósinu þar sem allir verða með höfuðljós og mynda þannig foss þegar gengið verður niður fjallið í myrkrinu. Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern, sem mætir við Esjurætur, hvort sem viðkomandi ætlar að ganga eða hvetja göngugarpana áfram. Innlent 15.11.2025 12:17 Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Innlent 15.11.2025 11:44 Minni tekjur góðar fréttir Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á rafrettuvökva og nikótinpúða eru helmingi minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjármálaráðherra segir góðar fréttir að tekjurnar séu minni en gert var ráð fyrir. Innlent 15.11.2025 11:27 Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15.11.2025 10:35 Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi. Erlent 15.11.2025 09:51 Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. Erlent 15.11.2025 08:58 Skýjað og dálítil él Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi. Veður 15.11.2025 07:15 Ölvun og hávaði í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hætta. Innlent 15.11.2025 07:07 Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. Innlent 15.11.2025 07:02 „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Markvisst er sótt að grunngildum frjálslyndra lýðræðisríkja í Evrópu og tilefni er til að hafa áhyggjur af þróuninni. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands sem leiddi umfangsmikið evrópskt rannsóknarverkefni þar sem áhrif nýs veruleika í upplýsingaumhverfinu á lýðræðissamfélagið voru rannsökuð. Bergmálshellar samfélagsmiðla, dvínandi traust á fjölmiðlum og uppgangur popúlískra alræðistilburða séu meðal þess sem grafi undan frjálslyndu lýðræði og það sé tilefni til að berjast til baka til að endurheimta það. Innlent 15.11.2025 06:48 Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu. Innlent 14.11.2025 23:36 Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Danskir bændur eru margir hættir að gefa kúm sínum fóður með íblöndunarefninu Bovaer, sem á að draga úr metanlosun dýranna þegar þau ropa og prumpa. Danir byrjuðu að nota efnið í fóður í október síðastliðnum, en eftir fjölmargar tilkynningar um veikindi meðal kúa, og jafnvel dauðsföll, hafa margir bændur frestað því að nota efnið á meðan málið er rannsakað. Erlent 14.11.2025 23:35 Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Erlent 14.11.2025 22:25 „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Íbúi í Skerjafirði segir ljóst að hjólhýsabyggð eigi ekki heima í hverfinu og hefur áhyggjur af því að fasteignamat lækki verði úr áformunum. Fyrrverandi borgarstjóri segir hjólhýsabyggð ekki eiga heima í borgarlandinu. Innlent 14.11.2025 21:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Andrés Proppé Ragnarsson sálfræðingur og stofnandi meðferðarúrræðisins Heimilisfriðar segir að í allri meðferð hjá þeim þurfi gerendur að taka ábyrgð á sinni ofbeldishegðun. Hann segir rannsóknir sýna fram á að úrræðið virki og að meirihluti gerenda beiti minna ofbeldi eða hætti því eftir að hafa sótt meðferðina. Andrés segir meðferðina yfirleitt virka best þegar fólk tekur sér góðan tíma og mætir af fúsum og frjálsum vilja. Innlent 16.11.2025 07:02
Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Lögreglumenn í eftirlitsferð á Austurlandi urðu vitni að stjörnuhrapi sem svo heppilega vildi til að festist á filmu eftirlitsmyndavélar lögreglubílsins. Innlent 15.11.2025 23:46
Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar. Innlent 15.11.2025 23:39
„Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Ágúst Þór Pétursson, verkefnastjóri mannvirkjasviðs VHE, óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar og komi til með að auka kostnað við byggingarframkvæmdir. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum. Innlent 15.11.2025 22:12
Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað. Innlent 15.11.2025 22:03
Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Þeir eru fallegir forystu sauðirnir hjá bónda í Flóanum, sem eru líka mjög fallega hyrndir og vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir koma fyrir glæsileika sinn. Innlent 15.11.2025 21:38
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. Innlent 15.11.2025 20:10
Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Innlent 15.11.2025 19:40
Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að hætt sé við hálku á vegum suðvesta- og vestantil í kvöld eða nótt. Innlent 15.11.2025 18:54
„Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Byggingarstjóri óttast að boðaðar breytingar á byggingareftirliti séu vanhugsaðar. Þær komi til með að auka kostnað. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið fagaðila við mótun tillagna. Hann kallar eftir úrbótum, bættu eftirliti með núverandi kerfi, og hörðum viðurlögum gegn þeim sem svíkjast undan skildum sínum Innlent 15.11.2025 18:28
Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Umboðsmaður Alþingis og starfsmenn embættisins fóru í október í næturlangt eftirlit í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu, frá föstudagskvöldi til laugardagsmorguns. Innlent 15.11.2025 17:58
Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Elís Árnason, fyrrverandi eigandi veitingarstaðanna Café Adesso og Sport & Grill, sakar kaupendurna Helga Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgi Skúlason, um að hafa aldrei greitt fyrir staðina. Innlent 15.11.2025 16:44
Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Eva Birgisdóttir var fyrir ári síðan greind með POTS-heilkennið. Hún byrjaði í framhaldsskóla í haust en nær aðeins að mæta tvo eða þrjá daga í viku eftir að hún hætti að komast í reglulega vökvagjöf. Birgir, faðir Evu, hvetur stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um kostnaðarþátttöku, sérstaklega á meðan vinnuhópur er enn við störf og engar aðrar lausnir eða meðferðir eru í boði. Innlent 15.11.2025 15:02
Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Forstjóri Landspítalans óttast að verði af frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um dvalar- og atvinnuleyfi muni það hafa áhrif á mönnun innan heilbrigðisþjónustunnar. Hann óskar eftir því að ráðuneytið leiti annarra leiða sem hafi ekki eins mikil áhrif á sjúkrahúsið. Innlent 15.11.2025 14:46
Óslóartréð fellt í Heiðmörk Reisulegt jólatré var fellt í Heiðmörk í dag en um er að ræða Óslóartréð sjálft. Jólatréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðarnar. Innlent 15.11.2025 14:05
Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Innlent 15.11.2025 13:25
Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Það stendur mikið til við Esjuna í dag en þar fer fram svokölluð „Ljósafossganga“ til styrktar Ljósinu þar sem allir verða með höfuðljós og mynda þannig foss þegar gengið verður niður fjallið í myrkrinu. Sjóvá styrkir Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern, sem mætir við Esjurætur, hvort sem viðkomandi ætlar að ganga eða hvetja göngugarpana áfram. Innlent 15.11.2025 12:17
Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Eftirlit með vistunarúrræðum fyrir börn er nánast í skötulíki að sögn framkvæmdastjóra Geðhjálpar. Svör Barna- og fjölskyldustofu vegna rannsóknar lögreglu á ofbeldismáli starfsmanns gegn barni á Stuðlum veki áhyggjur. Innlent 15.11.2025 11:44
Minni tekjur góðar fréttir Tekjur ríkissjóðs af gjöldum á rafrettuvökva og nikótinpúða eru helmingi minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Fjármálaráðherra segir góðar fréttir að tekjurnar séu minni en gert var ráð fyrir. Innlent 15.11.2025 11:27
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. Erlent 15.11.2025 10:35
Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Þrír eru látnir og aðrir þrír slasaðir eftir að tveggja hæða rúta lenti á biðskýli í miðborg Stokkhólms. Rútubílstjórinn var handtekinn á vettvangi en engar vísbendingar eru um að atvikið hafi verið viljandi. Erlent 15.11.2025 09:51
Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. Erlent 15.11.2025 08:58
Skýjað og dálítil él Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi. Veður 15.11.2025 07:15
Ölvun og hávaði í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að vanda fjölbreyttum verkefnum í gær og í nótt. Í dagbók kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af nokkrum fjölda vegna ölvunar og gruns um akstur undir áhrifum. Þá var í þó nokkrum tilfellum tilkynnt um hávaða í heimahúsi sem lögregla hafði einnig afskipti af með því að biðja húsráðanda að hætta. Innlent 15.11.2025 07:07
Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Loftslagsráðherra segir áralangan misskilning stjórnvalda á þeirra eigin losunarmarkmiði „stórkostlegan áfellisdóm“ yfir loftslagsstjórnsýslu á Íslandi sem fyrri ríkisstjórnir þurfi að svara fyrir. Ríkisendurskoðun ætlar að taka út stjórnsýslu loftslagsmála. Innlent 15.11.2025 07:02
„Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Markvisst er sótt að grunngildum frjálslyndra lýðræðisríkja í Evrópu og tilefni er til að hafa áhyggjur af þróuninni. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands sem leiddi umfangsmikið evrópskt rannsóknarverkefni þar sem áhrif nýs veruleika í upplýsingaumhverfinu á lýðræðissamfélagið voru rannsökuð. Bergmálshellar samfélagsmiðla, dvínandi traust á fjölmiðlum og uppgangur popúlískra alræðistilburða séu meðal þess sem grafi undan frjálslyndu lýðræði og það sé tilefni til að berjast til baka til að endurheimta það. Innlent 15.11.2025 06:48
Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Borgarráð hefur samþykkt tillögur um úrbætur í leikskólum Reykjavíkur, sem óskað var eftir í kjölfar þess að Múlaborgarmálið kom fyrst upp. Reynt verður að komast hjá því að starfsfólk geti verið eitt með barni og leikskólastjórar fá aðstoð í ráðningarferlinu. Innlent 14.11.2025 23:36
Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Danskir bændur eru margir hættir að gefa kúm sínum fóður með íblöndunarefninu Bovaer, sem á að draga úr metanlosun dýranna þegar þau ropa og prumpa. Danir byrjuðu að nota efnið í fóður í október síðastliðnum, en eftir fjölmargar tilkynningar um veikindi meðal kúa, og jafnvel dauðsföll, hafa margir bændur frestað því að nota efnið á meðan málið er rannsakað. Erlent 14.11.2025 23:35
Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur fallist á beiðni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að rannsaka tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein við nokkra háttsetta Demókrata, en þar á meðal eru Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Erlent 14.11.2025 22:25
„Algjört vandræðamál og sorglegt“ Íbúi í Skerjafirði segir ljóst að hjólhýsabyggð eigi ekki heima í hverfinu og hefur áhyggjur af því að fasteignamat lækki verði úr áformunum. Fyrrverandi borgarstjóri segir hjólhýsabyggð ekki eiga heima í borgarlandinu. Innlent 14.11.2025 21:44