Fréttir

Án leyfis en titlar sig enn sem lækni

Fyrrverandi læknir sem var sviptur starfsleyfi sínu fyrir hálfu ári titlar sig enn sem slíkur á ýmsum vettvangi þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Embætti landlæknis segist vita af málinu en það tjái sig ekki um það.

Innlent

Á­fram auknar líkur á eld­gosi

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Innlent

Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sér­trúar­söfnuð

Nathan Chasing Horse, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið hinn unga Smiles A Lot í kvikmyndinni Dansar við úlfa, frá 1990, var fjarlægður úr dómsal í Nevada í gær. Þar á að rétta yfir honum fyrir ýmis kynferðisbrot gegn bæði konum og stúlkum í gegnum árin en hann var með læti í dómsal og krafðist þess að fá að reka eigin lögmann, viku áður en réttarhöldin gegn honum eiga að hefjast.

Erlent

Berjast við tals­verðan sinueld við Sel­foss

Brunavarnir Árnessýslu vinna nú að slökkvistarfi rétt sunnan við Selfoss þar sem töluverður sinueldur brennur. Tilkynning barst um eldinn þegar klukkan var um korter yfir tvö í dag. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi.

Innlent

Guð­mundur Ingi rótar fólki inn í Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga.

Innlent

Varnar­samningur við ESB settur á oddinn og þjóðar­at­kvæða­greiðsla brátt fyrir þingið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi.

Innlent

Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum

Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því í gær að enn væri verið að fara yfir milljónir skjala af Epstein-skjölunum svokölluðu. Rúmar tvær vikur eru síðan ráðuneytið átti að birta öll gögnin en búið er að birta innan við eitt prósent af öllum skjölunum.

Erlent

Walz hættir við fram­boð vegna á­rása Trump-liða

Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra.

Erlent

Til­kynnir um ráðherraskipan á föstu­dag

Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag.

Innlent

Guð­mundur Árni vill á­fram leiða Sam­fylkingu í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista.

Innlent

Ingi­björg og Ei­ríkur taka em­bætti dómara við Lands­rétt

Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. 

Innlent

Sænskur ráð­herra hlutgerður á miðli Musk

Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins.

Erlent

„Við Guð­laugur Þór erum góðir vinir“

Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún.

Innlent

Ragn­hildur Alda vill halda öðru sætinu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum.

Innlent

Mann­leg mis­tök þegar starfs­menn Reykja­nes­bæjar tæmdu geymslur í­búa

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni.

Innlent

Vill af­henda Trump friðarverðlaunin

Maria Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist ætla að snúa aftur til landsins eins fljótt og henni er auðið. Hún segist einnig vilja afhenda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, friðarverðlaun Nóbels, sem hún hlaut í fyrra. Trump hefur sagt að hún njóti ekki nægilegrar virðingar til að stýra Venesúela eftir að hann lét nema Nicolás Maduro, forseta, á brott á dögunum.

Erlent

Sviss­neski skemmti­staðurinn ekki skoðaður í fimm ár

Svissneski skemmtistaðurinn sem varð alelda á nýársnótt með þeim afleiðingum að fjörutíu manns létust og fjöldi særðist alvarlega hafði ekki verið skoðaður af eftirlitsmönnum í fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var vegna málsins en þar var tilkynnt að skemmtiblys verði bönnuð með öllu á næturklúbbum í Sviss.

Erlent

Krist­rún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta.

Erlent

Huldu­maður hagnaðist veru­lega á á­rásinni á Venesúela

Minna en fimm klukkustundum áður en fyrstu sprengjurnar lentu í Caracas, höfuðborg Venesúela, um helgina og bandarískir sérsveitarmenn námu Nicolás Maduro, forseta, á brott, veðjaði einn maður á að Maduro yrði steypt af stóli. Nokkrum klukkustundum síðar fékk hann rúmlega fjögur hundruð þúsund dali vegna veðmálsins, eða um tólffalt það sem hann hafði veðjað.

Erlent

Guð­laugur fer ekki fram í Reykja­vík

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. 

Innlent

Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en ein­hver bata­merki

Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands.

Innlent

Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata

Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala.

Innlent