Enski boltinn

Emery rekinn frá Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Unai Emery
Unai Emery vísir/getty
Unai Emery var í dag rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Arsenal.

Arsenal staðfesti þetta fyrir hádegi eftir fund stjórnar félagsins. Meirihluti stjórnarinnar vildi reka Emery frá félaginu svo það varð niðurstaðan.

Í yfirlýsingu frá félaginu kom fram að aðstoðarþjálfarinn Freddie Ljungberg taki við liðinu til bráðabirgða.

Emery tók við Arsenal í maí 2018 eftir að Arsene Wenger hætti hjá félaginu eftir áratuga starf. Undir stjórn Emery hefur Arsenal ekki náð miklum hæðum og þá sérstaklega á þessu tímabili. Liðið hefur ekki unnið í sjö leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×