Bandaríkin

Fréttamynd

Fella niður 64 milljarða sekt Trump

Dómarar í áfrýjunardómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa fellt úr gildi fyrri úrskurð um að Donald Trump, forseti, skuldi ríkinu hálfan milljarð dala. Það hafði Trump verið dæmdur til að greiða vegna umfangsmikilla fjársvika sem hann var sakfelldur fyrir árið 2023.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykktu ný hag­stæðari kjör­dæmi í Texas

Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser

Tónlistarmaðurinn Jack White er kominn í deilur við starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann gagnrýndi Bandaríkjaforseta fyrir smekkleysi. Samskiptastjóri Hvíta hússins sagði White vera „lúser“ sem væri búinn að vera en White segir Trump dulbúa sig sem alvöru manneskju.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu

Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Engir her­menn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni.

Erlent
Fréttamynd

Opnar sig um svip­legt frá­fall eigin­mannsins

Leikkonan Aubrey Plaza hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skyndilegt fráfall eiginmanns síns, Jeff Baena, sem svipti sig lífi í janúar síðastliðnum, og sorgina sem því fylgdi. Hún lýsir sorginni sem hafi ömurleika og líkir henni við gljúfur fullt af skrímslum.

Lífið
Fréttamynd

„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst.

Erlent
Fréttamynd

Kemur út sem pankynhneigð

Leikkonan og fyrirsætan Julia Fox hefur greint frá því að hún sé pankynhneigð. Fox sem vakti mikla athygli árið 2022 fyrir samband sitt með Kanye West lýsti sjálfri sér sem lesbíu í fyrra en hefur nú skilgreint kynhneigð sína nánar.

Lífið
Fréttamynd

Segist vilja komast til himna

„Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun.

Erlent
Fréttamynd

Nýju fötin for­setans

Á fundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í gær varð klæðaburður þess síðarnefnda meðal annars til umfjöllunar, og það ekki í fyrsta skipti. Selenskí mætti í svörtum jakka, í svartri skyrtu.

Lífið
Fréttamynd

Segir á­sakanir Evrópu barna­legar

Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga.

Erlent
Fréttamynd

Góður fundur en fátt fast í hendi

Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi.

Erlent
Fréttamynd

Gífur­legur munur á pyngjum flokkanna vestan­hafs

Demókrötum hefur gengið verulega illa að safna peningum og hafa dregist mjög aftur úr Repúblikönum. Munurinn á pyngjum landsstjórna flokkanna er rúmlega tvöfalt meiri en hann var á sama tímabili á fyrsta kjörtímabili Trumps.

Erlent
Fréttamynd

„Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að hann og aðrir leiðtogar Evrópu deili vilja til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu eins fljótt og auðið er. Friðurinn þurfi að vera varanlegur. Hann segir það í höndum Rússa að binda enda á stríðið sem þeir hófu.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið

Allt stefnir í að fundur Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og leiðtogum Evrópu marki tímamót í vegferðinni að friði. Alþjóðasamfélagið stóð á öndinni föstudagskvöldið og kveið niðurstöðum fundar Pútíns og Trump í Alaska sem reyndust svo ekki ýkja miklar. Á morgun sest Selenskí í sama stól og hann sat í þegar hann fékk illa útreið en í þetta sinn verður hann ekki einn.

Erlent
Fréttamynd

„Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Evrópuþjóðir fari að taka raunverulegar ákvarðanir um hvernig binda megi enda á átökin í Úkraínu. Málið snúist ekki eingöngu um hvar landamæri liggja heldur að úkraínska þjóðin fái að taka ákvarðanir sem fullvalda þjóð, til dæmis um að ganga í Evrópusambandið og NATO.

Innlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið

Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Erlent
Fréttamynd

Trump sagður hlynntur af­sali lands

Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið.

Erlent