
Búinn að skora meira en fimm sinnum fleiri mörk í ár en í fyrra
KA-maðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson var enn á ný á skotskónum í gærkvöldi þegar KA-liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

„Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“
Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni.

Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum
Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar.

„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“
KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net.

Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki
Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar.

Markasyrpan: Sextánda umferð bauð upp á 26 mörk
Hvorki meira né minna en 26 mörk voru skoruð í sextándu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu sem var leikin seinustu tvo daga.

Arnar úrskurðaður í fimm leikja bann og KA fær sekt
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var í dag úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir framkomu sína í garð dómara í leik liðsins gegn KR fyrir rúmri viku síðan.

Stóru málin: Er Fram öruggt? Er KA í titilbaráttu? Má tala um að markametið falli í lengri deild?
Eins og svo oft áður voru „Stóru málin“ tekin fyrir í Stúkunni: Er Fram búið að bjarga sér, er KA í titilbaráttu og hver er uppáhaldsleikmaður sérfræðinganna í Bestu deild karla í fótbolta. Þetta og meira til var til umræðu í Stúkunni eftir síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Vont verður verra fyrir FH: Tímabilinu lokið hjá Loga
Logi Hrafn Róbertsson, einn besti leikmaður FH, hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Hann gekkst undir aðgerð í gær vegna ristarbrots.

Sjáðu vítaklúðrið, Skagamanninn klára Skagamenn og gjöf Leiknis í lokin
Sextándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og bættust þar sex mörk fyrir þau tuttugu sem voru skoruð í gær.

Arnór Smárason: Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli í meistaraflokki
Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði sigurmark Vals á Akranesi í kvöld í sínum fyrsta leik á ferlinum á Akranesvelli. Hann var ánægður með leikinn.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Valur 1-2 | Valsmenn taplausir undir stjórn Óla Jó
Valur fer vel af stað undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar en liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 2-1, á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld.

„Við erum öflugir í lok leikja“
„Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld.

Ólafur Jóhannesson: Þá líður mönnum betur og þá brosa allir eins og ég geri núna
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var glaður í bragði eftir 2-1 sigur sinna manna á Akranesi í kvöld. Annar sigurleikur Vals sem unnu FH í síðustu umferð.

Umfjöllun og viðtöl: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu
Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins.

Stefán Árni ekki með gegn ÍBV vegna agabanns
KR vann 4-0 sigur á ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudagskvöld. Athygli vakti að Stefán Árni Geirsson, sem hefur verið að koma til baka eftir meiðsli, var ekki í leikmannahóp KR. Hann var í agabanni.

Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík
Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti.

Fannst Blikar lúnir í Garðabænum: „Þeir geta verið þreyttir í nóvember“
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, sá greinileg þreytumerki á leikmönnum Breiðabliks í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær.

Markaveislan í gær: Stjörnuhrap Blika, þrenna Atla fyrir KR, dramatík í Úlfarsárdalnum og KA sigur í Krikanum
Það vantaði ekki mörkin í Bestu deild karla í gær þegar sextánda umferðin fór af stað með fjórum flottum leikjum.

Umfjöllun og viðtöl: Fram 3-3 Víkingur | Fram náði stig eftir mikla dramatík
Fram og Víkingur skildu jöfn, 3-3, eftir fjörugan leik í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar komu til baka eftir að hafa lent undir áður en Fram jafnaði í lokin.