Ástin og lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. Tónlist 1.7.2025 20:02 Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Lífið 1.7.2025 16:16 Fyrst skíði og nú golf Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukempa og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og verðbréfamiðlari nutu veðurblíðunnar í Brautarholti á Kjalarnesi í gær þar sem þau fóru saman golfhring. Halla deildi myndefni frá hringnum á Instagram og virtist njóta vel því lagið Paradise með Coldplay fylgdi með deilingunni. Lífið 1.7.2025 13:35 „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli. Lífið 1.7.2025 11:41 Einar fékk meira hár en Baldur Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar. Lífið 30.6.2025 19:16 Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Júlímánuður er handan við hornið og sumargleðin er í hámarki. Sólríkar utanlandsferðir og skvísulæti einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Lífið 30.6.2025 10:13 „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið. Lífið 30.6.2025 07:02 Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Kanadíski leikarinn Elliot Page frumsýndi nýja kærustu sína, leikkonuna Juliu Shiplett, með því að birta mynd á samfélagsmiðlum af þeim saman á regnbogagötunni Skólavörðustíg. Lífið 29.6.2025 15:00 Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram. Lífið 27.6.2025 11:37 Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum. Lífið 27.6.2025 09:28 Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. Lífið 26.6.2025 10:03 Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi „Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Lífið 25.6.2025 20:02 Ástin kviknaði á Humarhátíð Söngkonan og Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir fagnar tímamótum í dag þar sem hún og kærasti hennar Róbert Andri Drzymkowski hafa verið ástfangin í akkúrat tvö ár. Lífið 25.6.2025 12:01 Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman. Lífið 25.6.2025 11:00 „Þetta er auðvitað klisja en hann var fullkominn“ „Við Dalli erum ekki þekkt fyrir hálfkák svo við ákváðum snemma að taka dansinn alla leið og tókum Dirty Dancing,“ segir Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir. Hún og hennar heittelskaði Dalmar Ingi Daðason gengu í hjónaband núna í júní og vissu strax að þau vildu halda miðbæjarbrúðkaup. Sólin var heiðursgestur allan daginn og dagurinn algjörlega fullkominn. Lífið 24.6.2025 20:03 Orri Steinn og Sylvía Rós eignuðust stúlku á þjóðhátíðardaginn Orri Steinn Óskarsson, knattspyrnumaður hjá Real Sociedad og landsliðsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og kærastan hans Sylvía Rós Sigurðardóttir eignuðust stúlku þann 17. júní síðastliðinn. Stúlkan er þeirra fyrsta barn. Lífið 24.6.2025 15:55 „Ætlaði að halda þessu leyndu“ Ríkharð Óskar Guðnason, fjölmiðlamaður hjá Sýn, segir það hafa verið alvöru högg að koma að föður sínum látnum fyrir þremur árum þegar hann var á leið í útsendingu. Rikki G., sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir pabba sinn vera skólabókardæmi um að það sé aldrei of seint að taka til í lífi sínu og hann hafi skilið fallega við allt í sínu lífi eftir áraraðir af fíknisjúkdómi. Lífið 24.6.2025 08:00 „Fallegur fjölskyldusamruni“ Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir eiga von á dreng í ágúst. Um er að ræða fyrsta barn parsins. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum. Lífið 23.6.2025 15:33 Stjörnum prýtt brúðkaup landsliðsmanns í Grikklandi Landsliðsmaðurinn Sverri Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir samkvæmisdansari giftu sig við glæsilega athöfn í Aþenu í Grikklandi. Brúðkaupið fór fram undir berum himni og var ævintýri líkast. Lífið 23.6.2025 13:58 Stjörnulífið: Laufey á Íslandi og stjörnubrúðkaup í Grikklandi Það var allt á útopnu hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Ber þar helst að nefna stjörnubrúðkaup í Grikklandi, utanlandsferðir, íslenska sumarstemningu og sólríkar samverustundir. Lífið 23.6.2025 10:30 Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum. Tónlist 22.6.2025 10:02 Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið „Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með,“ segir hin brosmila og einlæga Anna Margrét Káradóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. Lífið 20.6.2025 07:01 Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Í amstri hversdagsins situr nánd og kynlíf oft á hakanum, sérstaklega þegar börn eru á heimilinu. Nú þegar margir eru komnir í sumarfrí er fullkomið tækifæri til að hlúa að sambandinu, tendra neistann og fara í stutt ferðalag – bara þið tvö. Hvort sem það er í sumarbústað, á hóteli hér heima eða erlendis. Lífið 19.6.2025 20:12 Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, eignuðust frumburð sinn þann 14. júní síðastliðinn. Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins. Lífið 19.6.2025 13:18 Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Hvað getur klikkað þegar maður er með allt sitt besta fólk að fagna ástinni?“ spyr presturinn Hjördís Perla Rafnsdóttir sem gekk að eiga sinn heittelskaða, fyrrum fótboltalandsliðskappann og athafnamanninn Kára Árnason, við einstaka athöfn í Cascais í Portúgal um helgina. Hjördís Perla ræddi við blaðamann um þennan stórkostlega dag. Lífið 18.6.2025 20:04 „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennliðs Víkinga, eiga von á sínu þriðja barni saman. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 18.6.2025 16:00 Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Listahjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð fjölskyldunnar á sölu í Kópavogi og setja stefuna á Hvalfjarðarsveit, þar sem þau vilja ala upp dóttur sína í sveitasælunni. Lífið 18.6.2025 13:39 Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, og kærasti hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn þann 17. júní. Drengurinn hlaut nafnið Tindur. Lífið 18.6.2025 09:42 Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Leikaraparið Hilmir Snær Guðnason og Vala Kristín Eiríksdóttir eignuðust stúlku þann 30. maí síðastiðinn. Stúlkan hefur fengið nafnið Oddný Lóa Völudóttir. Lífið 16.6.2025 14:54 Rikki G og fjölskylda sprengdu blöðruna Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og eiginkona hans, Valdís Unnarsdóttir þroskaþjálfi eiga von á stúlku. Hjónin tilkynntu gleðitíðindin á samfélagsmiðlum. Lífið 16.6.2025 13:59 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 89 ›
„Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ „Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið. Tónlist 1.7.2025 20:02
Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Lífið 1.7.2025 16:16
Fyrst skíði og nú golf Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnukempa og Halla Vilhjálmsdóttir leikkona og verðbréfamiðlari nutu veðurblíðunnar í Brautarholti á Kjalarnesi í gær þar sem þau fóru saman golfhring. Halla deildi myndefni frá hringnum á Instagram og virtist njóta vel því lagið Paradise með Coldplay fylgdi með deilingunni. Lífið 1.7.2025 13:35
„Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli. Lífið 1.7.2025 11:41
Einar fékk meira hár en Baldur Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar. Lífið 30.6.2025 19:16
Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Júlímánuður er handan við hornið og sumargleðin er í hámarki. Sólríkar utanlandsferðir og skvísulæti einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Lífið 30.6.2025 10:13
„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið. Lífið 30.6.2025 07:02
Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Kanadíski leikarinn Elliot Page frumsýndi nýja kærustu sína, leikkonuna Juliu Shiplett, með því að birta mynd á samfélagsmiðlum af þeim saman á regnbogagötunni Skólavörðustíg. Lífið 29.6.2025 15:00
Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Bandaríski áhrifavaldurinn Kyana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Viktor Már Snorrason matreiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram. Lífið 27.6.2025 11:37
Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson og Guðlaug Elísa Jóhannsdóttir eru stödd saman í fríi ásamt börnum sínum tveimur á spænsku eyjunni Ibiza. Bæði hafa birt myndir frá dvölinni á samfélagsmiðlum. Lífið 27.6.2025 09:28
Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. Lífið 26.6.2025 10:03
Ósýnileg veikindi hafi ekki minna vægi „Að þurfa að taka ákvarðanir út frá fórnum, að vita að allt sem maður áður gat svo auðveldlega dregur dilk á eftir sér og skilur eftir feitan reikning sem þarf að borga í marga daga á eftir,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sem fékk heilablóðfall aðeins 39 ára gömul. Lífið 25.6.2025 20:02
Ástin kviknaði á Humarhátíð Söngkonan og Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir fagnar tímamótum í dag þar sem hún og kærasti hennar Róbert Andri Drzymkowski hafa verið ástfangin í akkúrat tvö ár. Lífið 25.6.2025 12:01
Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Rúrik Gíslason mætti með kærustu sinni Sóleyju Birnu Horcajada Guðmundsdóttur í brúðkaup hjá félaga sínum Sverri Inga Ingasyni og Hrefnu Dís Halldórsdóttur á dögunum. Þetta er fyrsta myndin sem næst af þeim opinberlega saman. Lífið 25.6.2025 11:00
„Þetta er auðvitað klisja en hann var fullkominn“ „Við Dalli erum ekki þekkt fyrir hálfkák svo við ákváðum snemma að taka dansinn alla leið og tókum Dirty Dancing,“ segir Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir. Hún og hennar heittelskaði Dalmar Ingi Daðason gengu í hjónaband núna í júní og vissu strax að þau vildu halda miðbæjarbrúðkaup. Sólin var heiðursgestur allan daginn og dagurinn algjörlega fullkominn. Lífið 24.6.2025 20:03
Orri Steinn og Sylvía Rós eignuðust stúlku á þjóðhátíðardaginn Orri Steinn Óskarsson, knattspyrnumaður hjá Real Sociedad og landsliðsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og kærastan hans Sylvía Rós Sigurðardóttir eignuðust stúlku þann 17. júní síðastliðinn. Stúlkan er þeirra fyrsta barn. Lífið 24.6.2025 15:55
„Ætlaði að halda þessu leyndu“ Ríkharð Óskar Guðnason, fjölmiðlamaður hjá Sýn, segir það hafa verið alvöru högg að koma að föður sínum látnum fyrir þremur árum þegar hann var á leið í útsendingu. Rikki G., sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir pabba sinn vera skólabókardæmi um að það sé aldrei of seint að taka til í lífi sínu og hann hafi skilið fallega við allt í sínu lífi eftir áraraðir af fíknisjúkdómi. Lífið 24.6.2025 08:00
„Fallegur fjölskyldusamruni“ Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir eiga von á dreng í ágúst. Um er að ræða fyrsta barn parsins. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum. Lífið 23.6.2025 15:33
Stjörnum prýtt brúðkaup landsliðsmanns í Grikklandi Landsliðsmaðurinn Sverri Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir samkvæmisdansari giftu sig við glæsilega athöfn í Aþenu í Grikklandi. Brúðkaupið fór fram undir berum himni og var ævintýri líkast. Lífið 23.6.2025 13:58
Stjörnulífið: Laufey á Íslandi og stjörnubrúðkaup í Grikklandi Það var allt á útopnu hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Ber þar helst að nefna stjörnubrúðkaup í Grikklandi, utanlandsferðir, íslenska sumarstemningu og sólríkar samverustundir. Lífið 23.6.2025 10:30
Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum. Tónlist 22.6.2025 10:02
Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið „Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með,“ segir hin brosmila og einlæga Anna Margrét Káradóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. Lífið 20.6.2025 07:01
Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Í amstri hversdagsins situr nánd og kynlíf oft á hakanum, sérstaklega þegar börn eru á heimilinu. Nú þegar margir eru komnir í sumarfrí er fullkomið tækifæri til að hlúa að sambandinu, tendra neistann og fara í stutt ferðalag – bara þið tvö. Hvort sem það er í sumarbústað, á hóteli hér heima eða erlendis. Lífið 19.6.2025 20:12
Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, eignuðust frumburð sinn þann 14. júní síðastliðinn. Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins. Lífið 19.6.2025 13:18
Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Hvað getur klikkað þegar maður er með allt sitt besta fólk að fagna ástinni?“ spyr presturinn Hjördís Perla Rafnsdóttir sem gekk að eiga sinn heittelskaða, fyrrum fótboltalandsliðskappann og athafnamanninn Kára Árnason, við einstaka athöfn í Cascais í Portúgal um helgina. Hjördís Perla ræddi við blaðamann um þennan stórkostlega dag. Lífið 18.6.2025 20:04
„Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennliðs Víkinga, eiga von á sínu þriðja barni saman. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram. Lífið 18.6.2025 16:00
Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Listahjónin Brynhildur Karlsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson hafa sett íbúð fjölskyldunnar á sölu í Kópavogi og setja stefuna á Hvalfjarðarsveit, þar sem þau vilja ala upp dóttur sína í sveitasælunni. Lífið 18.6.2025 13:39
Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, og kærasti hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn þann 17. júní. Drengurinn hlaut nafnið Tindur. Lífið 18.6.2025 09:42
Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Leikaraparið Hilmir Snær Guðnason og Vala Kristín Eiríksdóttir eignuðust stúlku þann 30. maí síðastiðinn. Stúlkan hefur fengið nafnið Oddný Lóa Völudóttir. Lífið 16.6.2025 14:54
Rikki G og fjölskylda sprengdu blöðruna Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og eiginkona hans, Valdís Unnarsdóttir þroskaþjálfi eiga von á stúlku. Hjónin tilkynntu gleðitíðindin á samfélagsmiðlum. Lífið 16.6.2025 13:59