Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað

Rætt var um stöðu Liverpool í BigBen í gær. Mikael Nikulásson var gestur þáttarins ásamt Teiti Örlygssyni. Honum hefur ekki fundist mikið til Liverpool koma í upphafi tímabilsins og segir að leikmannakaup félagsins hafi ekki heppnast eins vel og stuðningsmenn þess vonuðust eftir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár

Leikur Roma og Lille í Evrópudeildinni í gær var heldur betur dramatískur. Okkar maður tryggði sigurinn en leiksins verður örugglega minnst fyrir vítaspyrnufíaskó en Berke Ozer markvöður Lille varði þrjár vítaspyrnur í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

„FIFA getur ekki leyst pólitísk vanda­mál heimsins“

Gianni Infantino, forseti FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins, segir sambandið ekki geta leyst pólitísk vandamál heimsins. Mikill þrýstingur er á nú FIFA að meina Ísrael þátttöku í keppnum á vegum sambandsins vegna þjóðarmorðs ísraelska hersins á Palestínumönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Palace neitar að tapa

Enska fótboltaliðið Crystal Palace hefur nú leikið 19 leiki án þess að bíða ósigur. Í kvöld lagði liði Dynamo Kyiv í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Örugg­lega enginn sem nennir að hlusta á það“

Halldór Árnason var sáttur með margt en svekktur með mörkin sem Breiðablik gaf frá sér í 3-0 tapi gegn Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Meðal þess sem Halldór var sáttur við að sjá voru níu uppaldir Blikar inni á vellinum, þó hann segi engan nenna að hlusta á það þegar stórt tap er annars vegar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var Atli neitar að fara úr marka­skónum

Þá með sanni segja að Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon kunni vel við sig í Bergen í Noregi. Leiknismaðurinn fyrrverandi skoraði eina markið þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 1-0 sigur á FC Utrecht í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar skoraði sigur­markið en Özer stal fyrir­sögninni

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði sigurmark Lille þegar það sótti Roma heim til Rómarborgar í Evrópudeildinni í fótbolta. Berke Özer, markvörður Lille, stelur þó fyrirsögnunum víðast hvar en hann varði þrjár vítaspyrnur í leiknum og sá til þess að Lille er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Gullboltahafinn ekki til Ís­lands

Frakkland verður án Ousmané Dembéle, nýkjörins besta leikmanns heims, er liðið sækir strákana okkar heim síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps opinberaði hópinn í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn

Íranska karlalandsliðið í fótbolta var eitt af fyrstu landsliðunum sem tryggði sig inn á heimsmeistaramótið í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada næsta sumar.

Fótbolti