Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld. Fótbolti 28. október 2025 11:39
Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. Innlent 28. október 2025 11:11
Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Bítið á Bylgjunni opnaði fyrir símann á tíunda tímanum í morgun. Dæmi voru um fólk sem hafði beðið í röð í á þriðju klukkustund í snjónum. Innlent 28. október 2025 10:24
Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. Innlent 28. október 2025 10:16
Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Fótbolti 28. október 2025 09:31
Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó G. Pétur Matthíasson, upplýsingfulltrúi Vegagerðarinnar, segir að vel hafi gengið í morgun að ryðja götur og það hjálpi til að snjórinn sé blautur. Veður 28. október 2025 09:13
Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28. október 2025 08:59
Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Veður 28. október 2025 08:30
Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Nokkuð er um að bílar hafi farið út af Reykjanesbraut í morgun, en snjó hefur kyngt niður á suðvesturhluta landsins í nótt. Innlent 28. október 2025 07:21
Snjókoman rétt að byrja Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir. Innlent 28. október 2025 06:48
Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Reyna mun á nýtt undirlag Laugardalsvallar ef veðurspár reynast réttar um mikla snjókomu á morgun fyrir leik Íslands við Norður-Írland í Þjóðadeild kvenna. Vallarstjóri kveðst öllu búinn en vonast eftir minni úrkomu en meiri. Fótbolti 27. október 2025 19:30
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. Innlent 27. október 2025 18:03
Mildari spá í kortunum Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum. Veður 27. október 2025 17:17
Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27. október 2025 12:53
Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna snjókomunnar sem von er á suðvestantil á landinu á morgun. Veður 27. október 2025 09:58
Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag. Innlent 27. október 2025 08:47
Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Útlit er fyrir norðaustan golu eða kalda í dag þar sem verður skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Veður 27. október 2025 07:03
Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfi hugsanlega að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Útlit sé fyrir einhverja mestu októbersnjókomu sem sögur fara af, reynist reikningarnir réttir. Innlent 26. október 2025 20:38
Frost komst í fjórtán stig í nótt Það var hægur vindur og kalt á landinu í nótt og komst frost í þrettán til fjórtán stig á nokkrum stöðvum norðaustanlands. Veður 24. október 2025 07:05
Norðanáttin gengur niður Norðanáttin gengur smám saman niður í dag en má þó búast við allhvössum eða hvössum vindi suðaustanlands fram að hádegi. Veður 23. október 2025 07:09
Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Snjó hefur kyngt niður á norðan- og austanverðu landinu og þar á meðal á Akureyri. Fótboltaleikur var færður inn og bið í dekkjaskipti telur klukkustundir. Veður 22. október 2025 20:55
Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Innlent 22. október 2025 13:17
Stormur eða hvassviðri suðaustantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa. Veður 22. október 2025 07:26
Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Óvissustig vegna snjóflóðahættu á veginum um Ólafsfjarðarmúla tekur gildi klukkan tíu í kvöld. Innlent 21. október 2025 20:52
Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Spáð er norðaustan stormi eða hríð á suðaustan- og austanverðu landinu í nótt og fram á fimmtudag. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðursins. Veður 21. október 2025 10:01
Svöl norðanátt og hálka á vegum Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða. Veður 21. október 2025 06:56
Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Veðurvaktinni, varar íbúa höfuðborgarsvæðisins við að allt stefni í fyrstu hálku haustsins þar á morgun. Veturinn með sínu kalda lofti sé farinn að láta heyra aðeins í sér. Veður 20. október 2025 22:28
Rigning eða slydda suðvestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustanátt í dag, strekkingi nokkuð víða og hvassast á Vestfjörðum. Veður 20. október 2025 06:42
Kólnar í veðri næstu daga Búast má við kólnandi veðri næstu daga en í dag verður skýjað og lítilsháttar skúrir eða él. Hiti 1 til 7 stig. Veður 19. október 2025 09:39
Varað við hálku á Hellisheiði Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi. Innlent 18. október 2025 12:14