Veður

Veður


Fréttamynd

Erfið aksturs­skil­yrði og mikið um ó­höpp

Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir akstursskilyrði á höfuðborgarsvæðinu erfið. Reykjavíkurborg segir glerhálku víða. Öll snjómoksturstæki séu á stofnbrautum. 

Innlent
Fréttamynd

„Heiðar­legur stormur“ sem er að ná há­marki

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land. Veðrið mun ná hámarki um sjö eða átta vestan til en aðeins seinna austan lands. Veðurfræðingur á von á því að versta veðrið verði búið þegar fólk fer til vinnu vestantil á landinu, en ekki austantil. 

Veður
Fréttamynd

Rask á flugi í fyrra­málið vegna veðurs

Flugi Play til Frankfurt í fyrramálið hefur verið aflýst vegna óveðurs en gul viðvörun tekur gildi í nótt. Þá hefur bæði brottförum til Evrópu og komum frá Bandaríkjunum verið seinkað.

Innlent
Fréttamynd

Já­kvæð þróun: Hnatt­ræn losun í há­marki

„Við fylgjumst eðilega mest með fréttum um það sem er að gerast hverju sinni. Núna erum við með augun á hamförunum í Grindavík og reglulega sjáum við fréttir á forsíðum um skógarelda erlendis og fleira. Fyrir vikið falla í skuggann upplýsingar um ýmislegt sem þó er að sýna okkur jákvæða þróun,“ segir Halldór Björnsson fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kvartað undan há­vaða vegna snjómoksturs

Kvartað var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða við snjómokstur. Það kemur fram í dagbók lögreglu í dag. Alls voru 48 mál bókuð í skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, frá klukkan 17 í gær til fimm í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Breyti­leg vind­átt og allt að tíu stiga frost

Búast má við breytilegri átt vindátt á landinu í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Dálítið él verð norðvestantil og einnig suðaustanlands síðdegis, annars úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, en hiti kringum frostmark syðst.

Innlent
Fréttamynd

Hlýrra í dag en kólnar á ný á morgun

Hlýrra verður á landinu í dag en undanfarna daga og hiti í kringum frostmark. Spáð er austan átt, 10-18 metrum á sekúndu sunn­an­til með slyddu eða rign­ingu, en mun hæg­ari norðan­lands og snjó­koma.

Innlent
Fréttamynd

Út­lit fyrir hvassan vind með snjó­komu syðst

Útlit er fyrir norðaustankalda og lítilsháttar él norðan heiða í dag, en annars bjart með köflum. Síðdegis er búist við vaxandi austanátt og að þykkni upp sunnanlands, en útlit er fyrir hvassan vind með snjókomu eða slyddu syðst í kvöld.

Veður
Fréttamynd

Snjó­þekja víða á suð­vestur­horninu

Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 

Veður
Fréttamynd

Léttir til sunnan- og vestan­lands síð­degis

Það er lítilsháttar snjókoma í flestum landshlutum núna í morgunsárið og er gert ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu, en átta til fimmtán metrum á sekúndu austast á landinu.

Veður
Fréttamynd

Hætt við lendingu vegna þokunnar

Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Innlent
Fréttamynd

Stórvarasöm hálka í dag

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við stórvarasamri hálku víða á vegum og gangstígum í dag. Hann segir það einkum eiga við um vestan- og sunnanvert landið, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Veður