Fleiri fréttir Þegar búið að borga 50 milljarða kr. til Icesave-eigenda Tryggingarsjóður innistæðueigenda (FSCS) í Bretlandi hefur þegar borgað 250 milljón pund eða um 50 milljarða kr. til eigenda Icesave-reikninga í Bretlandi. 17.11.2008 14:48 Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum í dag Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. 17.11.2008 21:11 Samningar um söluna á Sterling í uppnámi Samningar um söluna á þrotabúi Sterling til áhugasams kaupenda eru komnir í uppnám. Þetta gerðist eftir að samningaviðræður kaupandans, sem ekki hefur verið gefinn upp, við verkalýðsfélög flugmanna og flugliða sigldu í strand í dag. 17.11.2008 15:26 Engin bónus til Goldman Sachs toppanna í ár Lloyd Blankfein aðalforstjóri Goldman Sachs og sex aðrir af æðstu stjórnendum bankans munu ekki fá greidda neina bónusa í ár. Þetta ákváðu stjórarnir sjálfir að höfðu samráði við bónusnefnd bankans. 17.11.2008 14:14 Citigroup ætlar að segja upp allt að 50.000 manns Citigroup áformar að segja upp allt að 50.000 manns á næstu mánuðum. Kæmu þessar uppsagnir til viðbótar við þær 23.000 stöður sem lagðar voru niður í september s.l.. 17.11.2008 13:49 Stærsti banki Kína tapar 10 milljörðum á íslensku bönkunum Dótturbanki Industrial & Commercial Bank of China (ICBC) í Hong Kong tilkynnti fyrir helgi að hann hefði tapað 600 milljónum HKdollara eða 10 milljörðum kr. á skuldabréfaeign sinni í íslensku bönkunum þremur. ICBC er stærsti banki Kína. 17.11.2008 12:45 Danski seðlabankinn íhugar að framlengja gjaldmiðlasamningi Danski seðlabankinn, Nationalbank, íhugar nú að framlengja gjaldmiðlaskiptasamningi sínum við Ísland. 17.11.2008 12:19 Töpuðu öllu á hruni Carnegie bankans Það eru fleiri en Milestone sem fóru illa út úr hruni Carnegie bankans í Svíþjóð. Þannig hafa starfsmenn líftryggingarfélagsins Max Mathiessen tapað öllu sínu á hruninu. 17.11.2008 10:10 Bresk netherferð gegn Carlsberg vegna lokunnar brugghúss Áætlanir Carlsberg um að loka Tetley brugghúsinu í Leeds hefur gert það að verkum að umfangsmikil netherferð er í uppsiglingu gegn danska bjórrisanum. 17.11.2008 10:00 Kreppa er skollin á í Japan Kreppa er nú skollin á í Japan, næststærsta hagkerfi heimsins. Hagvöxtur í landinu hefur verið neikvæður tvo ársfjórðunga í röð. Landsframleiðslan drógt saman á þriðja ársfjóðung um 0,4% en spár höfðu gert ráð fyrir 0,1% vexti. 17.11.2008 09:25 Lítils háttar hækkun í Asíu í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu lítillega í verði í morgun, þó ekki bréf fyrirtækja í orkugeiranum en þá lækkun má rekja til áframhaldandi lækkunar olíuverðs. 17.11.2008 08:43 Þjóðarleiðtogar segjast ætla að vinna saman að lausn Þjóðarleiðtogar samþykktu á fundi í Washington í gær að vinna saman að lausn alheims fjármálakreppunar. Í lokayfirlýsingu segir að nauðsynlegar endurbætur verði gerðar á fjármálakerfi heimsins. Breytingar verði gerðar á lykilstofnunum á borð við Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og samkomulag verði klárað fyrir lok ársins sem muni liðka fyrir Dóha viðræðulotunni um fríverslunarsamning. 16.11.2008 10:18 Belgar brjálaðir út í Kaupþing Um 500 manns komu saman við íslenska sendiráðið í Brussel í dag og kröfðust þess að fá aðgang að innlánsreikningum Kaupthing Edge. Hróp og köll voru gerð að bankanum og íslensku þjóðinni. Þá var stórri ávísum komið fyrir á útihurð sendiráðsins en tékkinn var upp á 230 milljón evrur sem mótmælendur segja að sé sú upphæð sem Belgar hafi lagt inn á reikning hjá Kaupþingi. 15.11.2008 16:41 Seychelles-eyjar fá IMF lán Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Seychelles-eyjum milljónalán til að taka á efnahagsvanda sínum. Enn bólar ekkert á ákvörðun um lán til Íslands. Greint var frá því í dag að sjóðurinn hefði ákveðið að lána Seychelles-eyjum á Indlandshafi tuttugu og sex milljóna dala lán vegna þeirra þrenginga sem þetta skuldum vafða eyríki væri í. 15.11.2008 16:13 Pakistan fær aðstoð frá IMF Pakistanar ætla að óska eftir sjö komma sex milljóna dala láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo koma megi á stöðugleika í efnahag landsins vegna greiðsluerfiðleika ríkisins og alþjóðakreppunnar. 15.11.2008 10:12 G20 funda í Washington Fundur leiðtoga tuttugu ríkja og fulltrúa helstu alþjóðastofnana um alheimskreppuna hófst í Washington í gærkvöldi með kvöldverði í Hvíta húsinu í boði George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 15.11.2008 10:00 Miklar sveiflur á bandarískum fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa féll talsvert eftir sveiflukenndan dag á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. 14.11.2008 22:42 Kröfuhafar Lehman Brothers fá greitt með listaverkum Hinn gjaldþrota bandaríski fjárfestingarbanki Lehman Brothers áformar nú að selja umfangsmikið listaverkasafn sitt til að greiða kröfuhöfum í þrotabúið. 14.11.2008 14:28 RBS segir upp þrjú þúsund Royal Bank of Scotland mun á næstu vikum segja upp 3000 starfsmönnum að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Tæplega 28 þúsund manns vinna hjá bankanum í dag. 14.11.2008 12:57 Dexia bankin tapar 30 milljörðum á íslensku bönkunum Fransk-belgíski bankinn Dexia skilar gríðarlegu tapi á þriðja ársfjórðungi og þarf af tapar bankinn 188 milljónm evra eða um 30 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna. 14.11.2008 12:54 Formlega skollin á kreppa á evrusvæðinu Kreppa er formlega hafin á evrusvæðinu eftir að nýjar hagtölur sýndu að 0,2 prósenta samdráttur varð í efnahagslífi evrulandanna 15 á þriðja ársfjórðungi. 14.11.2008 10:35 Samþykkti viljayfirlýsing um byggingu netþjónabús á Grundartanga Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt viljayfirlýsingu við Greenstone, um úthlutun lóðar á Grundartanga, en fyrirtækið vinnur að því að byggja netþjónabú á svæðinu. 14.11.2008 10:19 Bandarísk stjórnvöld höfða mál gegn Actavis vegna Digitek Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál gegn dótturfélagi Actavis vegna hjartalyfsins Digitek. 14.11.2008 09:32 IMF viðurkennir að Icesave-deilan tefji afgreiðslu lánsins Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins viðurkenndi í gærkvöldi að það væri Icesave-deilan sem tefði afgreiðsluna við aðstoð við Íslendinga. Hann sagði á blaðamannafundi að viðræður stæðu yfir um nokkur mál, þar á meðal um skyldur Íslands vegna erlendra innstæðna í bönkunum þremur sem ríkið tók yfir í haust. 14.11.2008 08:14 Breskir Edge-reikningar virkir í mánuð eftir lokun Netreikningar Edge hjá Kaupþingi í Bretlandi voru virkir og í notkun í tæpan mánuð eftir að bresk stjórnvöld höfðu yfirtekið bankann og stöðvað viðskipti hans. Ernst & Young sem skipa skilanefnd Kauðpþings í Bretlandi kenna "tölvumistökum" um þetta. 13.11.2008 16:35 Hann tapar 15.000 kr, á hverri sekúndu Spilavítaeigandinn Sheldon Adelson er sá Bandaríkjamaður sem tapað hefur mestum fjármunum í sögu landsins. Á hverri sekúndu ársins í ár hefur Sheldon tapað 15.000 kr.. 13.11.2008 14:54 Kaupthing Finans í Svíþjóð selt til Resurs Bank - Kaupþing í Sviþjóð hefur selt Kaupthing Finans AB til Resurs Bank. Kaupverðið er ekki gefið upp. 13.11.2008 14:20 Fall Kaupþings truflar greiðslur fyrir úrvalsdeildarleikmenn Singer & Friedlander (S&F) bankinn í London, dótturfélag Kaupþings, var umfangsmikill í viðskiptum með leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Eftir fall Kaupþings eru lán vegna margra leikmannakaupa í uppnámi enda stóð S&F að baki mörgum þeirra. 13.11.2008 13:17 Þýskaland telst nú vera komið í kreppu Ljóst er að Þýskaland telst nú vera í kreppu. Landsframleiðsla dróst saman í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi um meira en búist hafði verið við eða um 0,5% frá fyrri fjórðungi. Búist hafði verið við 0,2% samdrætti. 13.11.2008 12:34 Japanir hefja björgunaraðgerðir í Asíu Það er að harðna á dalnum í Asíu. Vöxtur í iðnframleiðslu í Kína er til dæmis kominn niður í það lægsta sem sést hefur í sjö ár. 13.11.2008 12:30 Kaupþing óskar eftir afskráningu Skilanefnd Kaupþings banka hf. hefur óskað eftir því við kauphöllina á Íslandi að viðskiptum með hlutabréf félagsins á Nordic Market verði hætt, samanber lög um kauphallir. 13.11.2008 12:23 Telja að Sampo ætli að yfirtaka Topdanmark Danskir sérfræðingar telja að finnski tryggingarrisinn Sampo ætli sér að yfirtaka danska tryggingarfélagið Topdanmark. Yfirtökutilboð sé á leiðinni. 13.11.2008 11:15 Greining Glitnis spáir tæplega 18 prósenta verðbólgu Greining Glitnis spáir 2,3 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember, sem þýðir að ársverðbólgan eykst úr 15,9 prósent í 17,8 prósent. 13.11.2008 11:02 Mafían á Ítalíu elskar fjármálakreppuna Fjármálakreppan kom eins og himnasending til mafíunnar á Ítalíu. Glæpaklíkan hefur nefnilega getað stóraukið lánastarfsemi sína eftir því sem fleiri bankar hafa lent í lausafjárvandræðum. 13.11.2008 10:30 Viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs Samkvæmt frétt í The Times eru viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs í Bretlandi um kaup á eignum/skuldum Baugs þar í landi. Talið er að Green hafi næst áhuga á að eignast Mosaic Fashions. 13.11.2008 10:19 Helgi Birgisson skipaður skiptastjóri Samson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni stjórnar Samson eignarhaldsfélags ehf. um að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. 13.11.2008 10:17 Baugur og Kaupþing selja hlut í French Connection Unity Investments hefur selt tæplega 3% hlut sinn í verslunarkeðjunni French Connection í Bretlandi. Baugur á um þriðjungshlut í Unity og Kaupþing í Luxemborg var skráð fyrir um 3% hlut. Auk þeirra er Kevin Stanford stór hluthafi. 13.11.2008 09:23 Enn lækkar í Asíu Enn lækka hlutabréf á Asíumörkuðum og nú er ástæðan að sögn greiningaraðila almenn svartsýni og óvissa um að nokkuð sé að fara að rætast úr efnahagsástandinu í heiminum. 13.11.2008 07:21 Norges Bank reiknar með að IMF standi við samkomulagið Seðlabanki Noregs (Norges Bank) reiknar með því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) standi við samkomulag við Ísland um lán upp á rúma 2 milljarða dollara. 12.11.2008 17:00 Ikea-kona valin besti forstjóri Svíþjóðar Hún er elskuð, virt og dáð af undirmönnum sínum og því hefur sænska tímaritið Chef ákveðið að kjósa Jeanette Söderberg forstjóra Ikea sem besta forstjóra Svíþjóðar á þessu ári. 12.11.2008 15:25 Gengi Google ekki lægra í þrjú ár Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarrisanum Google fór niður um 300 bandaríkjadala markið á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag en það hefur ekki verið lægra síðan síðla árs 2005. 12.11.2008 21:32 Talsvert verðfall á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum féllu verulega á hlutabréfamörkuðum í dag. Fjárfestar þykja afar svartsýnir um horfur í efnahagsmálum auk þess sem ákvörðun stjórnvalda að kaupa ekki verðbréf og aðra vafninga sem hafa brennt stórt gat í efnahagsreikning banka og fjármálafyrirtækja olli miklum vonbrigðum. 12.11.2008 21:16 Hong Kong búar kaupa konunglega klæðskerann Fyrirtækið Hardy Amies, sem er fyrrum opinber klæðskeri Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið selt til fjárfestingarfélags í eigu Hong Kongbúa. Félagið, Li & Fung, keypti Hardy Amies fyrir ótilgreinda upphæð að því er segir í Timesonline. 12.11.2008 16:36 Paulson hættir við að kaupa upp undirmálslán Henry Paulson fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur gert umtalsverðar breytingar á 700 milljarða dollara björgunarpakka Bandaríkjastjórnar. Hætt er við áform um að kaup upp svokölluð undirmálslán á fasteignamarkaðinum. Í staðinn á að létta undir með öðrum lánum bandarískra neytenda. 12.11.2008 15:56 Búið að leysa fiskkarakreppuna á Vestfjörðum Flutningur á fiskikörum til Vestfjarða er aftur kominn í samt horf eftir að forsvarsmenn Umbúðamiðlunar, Samskipa, Eimskipa og fiskmarkaða sátu fund í gærkvöldi og ákváðu að reyna að vinna að lausn á þeim vanda sem skapaðist. 12.11.2008 14:47 Sjá næstu 50 fréttir
Þegar búið að borga 50 milljarða kr. til Icesave-eigenda Tryggingarsjóður innistæðueigenda (FSCS) í Bretlandi hefur þegar borgað 250 milljón pund eða um 50 milljarða kr. til eigenda Icesave-reikninga í Bretlandi. 17.11.2008 14:48
Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum í dag Söluhrina skall á undir lok viðskiptadagsins á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa féll nokkuð og dró hlutabréfavísitölur niður um rúm tvö prósent. 17.11.2008 21:11
Samningar um söluna á Sterling í uppnámi Samningar um söluna á þrotabúi Sterling til áhugasams kaupenda eru komnir í uppnám. Þetta gerðist eftir að samningaviðræður kaupandans, sem ekki hefur verið gefinn upp, við verkalýðsfélög flugmanna og flugliða sigldu í strand í dag. 17.11.2008 15:26
Engin bónus til Goldman Sachs toppanna í ár Lloyd Blankfein aðalforstjóri Goldman Sachs og sex aðrir af æðstu stjórnendum bankans munu ekki fá greidda neina bónusa í ár. Þetta ákváðu stjórarnir sjálfir að höfðu samráði við bónusnefnd bankans. 17.11.2008 14:14
Citigroup ætlar að segja upp allt að 50.000 manns Citigroup áformar að segja upp allt að 50.000 manns á næstu mánuðum. Kæmu þessar uppsagnir til viðbótar við þær 23.000 stöður sem lagðar voru niður í september s.l.. 17.11.2008 13:49
Stærsti banki Kína tapar 10 milljörðum á íslensku bönkunum Dótturbanki Industrial & Commercial Bank of China (ICBC) í Hong Kong tilkynnti fyrir helgi að hann hefði tapað 600 milljónum HKdollara eða 10 milljörðum kr. á skuldabréfaeign sinni í íslensku bönkunum þremur. ICBC er stærsti banki Kína. 17.11.2008 12:45
Danski seðlabankinn íhugar að framlengja gjaldmiðlasamningi Danski seðlabankinn, Nationalbank, íhugar nú að framlengja gjaldmiðlaskiptasamningi sínum við Ísland. 17.11.2008 12:19
Töpuðu öllu á hruni Carnegie bankans Það eru fleiri en Milestone sem fóru illa út úr hruni Carnegie bankans í Svíþjóð. Þannig hafa starfsmenn líftryggingarfélagsins Max Mathiessen tapað öllu sínu á hruninu. 17.11.2008 10:10
Bresk netherferð gegn Carlsberg vegna lokunnar brugghúss Áætlanir Carlsberg um að loka Tetley brugghúsinu í Leeds hefur gert það að verkum að umfangsmikil netherferð er í uppsiglingu gegn danska bjórrisanum. 17.11.2008 10:00
Kreppa er skollin á í Japan Kreppa er nú skollin á í Japan, næststærsta hagkerfi heimsins. Hagvöxtur í landinu hefur verið neikvæður tvo ársfjórðunga í röð. Landsframleiðslan drógt saman á þriðja ársfjóðung um 0,4% en spár höfðu gert ráð fyrir 0,1% vexti. 17.11.2008 09:25
Lítils háttar hækkun í Asíu í morgun Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu lítillega í verði í morgun, þó ekki bréf fyrirtækja í orkugeiranum en þá lækkun má rekja til áframhaldandi lækkunar olíuverðs. 17.11.2008 08:43
Þjóðarleiðtogar segjast ætla að vinna saman að lausn Þjóðarleiðtogar samþykktu á fundi í Washington í gær að vinna saman að lausn alheims fjármálakreppunar. Í lokayfirlýsingu segir að nauðsynlegar endurbætur verði gerðar á fjármálakerfi heimsins. Breytingar verði gerðar á lykilstofnunum á borð við Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og samkomulag verði klárað fyrir lok ársins sem muni liðka fyrir Dóha viðræðulotunni um fríverslunarsamning. 16.11.2008 10:18
Belgar brjálaðir út í Kaupþing Um 500 manns komu saman við íslenska sendiráðið í Brussel í dag og kröfðust þess að fá aðgang að innlánsreikningum Kaupthing Edge. Hróp og köll voru gerð að bankanum og íslensku þjóðinni. Þá var stórri ávísum komið fyrir á útihurð sendiráðsins en tékkinn var upp á 230 milljón evrur sem mótmælendur segja að sé sú upphæð sem Belgar hafi lagt inn á reikning hjá Kaupþingi. 15.11.2008 16:41
Seychelles-eyjar fá IMF lán Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Seychelles-eyjum milljónalán til að taka á efnahagsvanda sínum. Enn bólar ekkert á ákvörðun um lán til Íslands. Greint var frá því í dag að sjóðurinn hefði ákveðið að lána Seychelles-eyjum á Indlandshafi tuttugu og sex milljóna dala lán vegna þeirra þrenginga sem þetta skuldum vafða eyríki væri í. 15.11.2008 16:13
Pakistan fær aðstoð frá IMF Pakistanar ætla að óska eftir sjö komma sex milljóna dala láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum svo koma megi á stöðugleika í efnahag landsins vegna greiðsluerfiðleika ríkisins og alþjóðakreppunnar. 15.11.2008 10:12
G20 funda í Washington Fundur leiðtoga tuttugu ríkja og fulltrúa helstu alþjóðastofnana um alheimskreppuna hófst í Washington í gærkvöldi með kvöldverði í Hvíta húsinu í boði George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseta. 15.11.2008 10:00
Miklar sveiflur á bandarískum fjármálamörkuðum Gengi hlutabréfa féll talsvert eftir sveiflukenndan dag á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. 14.11.2008 22:42
Kröfuhafar Lehman Brothers fá greitt með listaverkum Hinn gjaldþrota bandaríski fjárfestingarbanki Lehman Brothers áformar nú að selja umfangsmikið listaverkasafn sitt til að greiða kröfuhöfum í þrotabúið. 14.11.2008 14:28
RBS segir upp þrjú þúsund Royal Bank of Scotland mun á næstu vikum segja upp 3000 starfsmönnum að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Tæplega 28 þúsund manns vinna hjá bankanum í dag. 14.11.2008 12:57
Dexia bankin tapar 30 milljörðum á íslensku bönkunum Fransk-belgíski bankinn Dexia skilar gríðarlegu tapi á þriðja ársfjórðungi og þarf af tapar bankinn 188 milljónm evra eða um 30 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna. 14.11.2008 12:54
Formlega skollin á kreppa á evrusvæðinu Kreppa er formlega hafin á evrusvæðinu eftir að nýjar hagtölur sýndu að 0,2 prósenta samdráttur varð í efnahagslífi evrulandanna 15 á þriðja ársfjórðungi. 14.11.2008 10:35
Samþykkti viljayfirlýsing um byggingu netþjónabús á Grundartanga Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt viljayfirlýsingu við Greenstone, um úthlutun lóðar á Grundartanga, en fyrirtækið vinnur að því að byggja netþjónabú á svæðinu. 14.11.2008 10:19
Bandarísk stjórnvöld höfða mál gegn Actavis vegna Digitek Bandarísk stjórnvöld hafa höfðað mál gegn dótturfélagi Actavis vegna hjartalyfsins Digitek. 14.11.2008 09:32
IMF viðurkennir að Icesave-deilan tefji afgreiðslu lánsins Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins viðurkenndi í gærkvöldi að það væri Icesave-deilan sem tefði afgreiðsluna við aðstoð við Íslendinga. Hann sagði á blaðamannafundi að viðræður stæðu yfir um nokkur mál, þar á meðal um skyldur Íslands vegna erlendra innstæðna í bönkunum þremur sem ríkið tók yfir í haust. 14.11.2008 08:14
Breskir Edge-reikningar virkir í mánuð eftir lokun Netreikningar Edge hjá Kaupþingi í Bretlandi voru virkir og í notkun í tæpan mánuð eftir að bresk stjórnvöld höfðu yfirtekið bankann og stöðvað viðskipti hans. Ernst & Young sem skipa skilanefnd Kauðpþings í Bretlandi kenna "tölvumistökum" um þetta. 13.11.2008 16:35
Hann tapar 15.000 kr, á hverri sekúndu Spilavítaeigandinn Sheldon Adelson er sá Bandaríkjamaður sem tapað hefur mestum fjármunum í sögu landsins. Á hverri sekúndu ársins í ár hefur Sheldon tapað 15.000 kr.. 13.11.2008 14:54
Kaupthing Finans í Svíþjóð selt til Resurs Bank - Kaupþing í Sviþjóð hefur selt Kaupthing Finans AB til Resurs Bank. Kaupverðið er ekki gefið upp. 13.11.2008 14:20
Fall Kaupþings truflar greiðslur fyrir úrvalsdeildarleikmenn Singer & Friedlander (S&F) bankinn í London, dótturfélag Kaupþings, var umfangsmikill í viðskiptum með leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Eftir fall Kaupþings eru lán vegna margra leikmannakaupa í uppnámi enda stóð S&F að baki mörgum þeirra. 13.11.2008 13:17
Þýskaland telst nú vera komið í kreppu Ljóst er að Þýskaland telst nú vera í kreppu. Landsframleiðsla dróst saman í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi um meira en búist hafði verið við eða um 0,5% frá fyrri fjórðungi. Búist hafði verið við 0,2% samdrætti. 13.11.2008 12:34
Japanir hefja björgunaraðgerðir í Asíu Það er að harðna á dalnum í Asíu. Vöxtur í iðnframleiðslu í Kína er til dæmis kominn niður í það lægsta sem sést hefur í sjö ár. 13.11.2008 12:30
Kaupþing óskar eftir afskráningu Skilanefnd Kaupþings banka hf. hefur óskað eftir því við kauphöllina á Íslandi að viðskiptum með hlutabréf félagsins á Nordic Market verði hætt, samanber lög um kauphallir. 13.11.2008 12:23
Telja að Sampo ætli að yfirtaka Topdanmark Danskir sérfræðingar telja að finnski tryggingarrisinn Sampo ætli sér að yfirtaka danska tryggingarfélagið Topdanmark. Yfirtökutilboð sé á leiðinni. 13.11.2008 11:15
Greining Glitnis spáir tæplega 18 prósenta verðbólgu Greining Glitnis spáir 2,3 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember, sem þýðir að ársverðbólgan eykst úr 15,9 prósent í 17,8 prósent. 13.11.2008 11:02
Mafían á Ítalíu elskar fjármálakreppuna Fjármálakreppan kom eins og himnasending til mafíunnar á Ítalíu. Glæpaklíkan hefur nefnilega getað stóraukið lánastarfsemi sína eftir því sem fleiri bankar hafa lent í lausafjárvandræðum. 13.11.2008 10:30
Viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs Samkvæmt frétt í The Times eru viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs í Bretlandi um kaup á eignum/skuldum Baugs þar í landi. Talið er að Green hafi næst áhuga á að eignast Mosaic Fashions. 13.11.2008 10:19
Helgi Birgisson skipaður skiptastjóri Samson Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni stjórnar Samson eignarhaldsfélags ehf. um að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta. 13.11.2008 10:17
Baugur og Kaupþing selja hlut í French Connection Unity Investments hefur selt tæplega 3% hlut sinn í verslunarkeðjunni French Connection í Bretlandi. Baugur á um þriðjungshlut í Unity og Kaupþing í Luxemborg var skráð fyrir um 3% hlut. Auk þeirra er Kevin Stanford stór hluthafi. 13.11.2008 09:23
Enn lækkar í Asíu Enn lækka hlutabréf á Asíumörkuðum og nú er ástæðan að sögn greiningaraðila almenn svartsýni og óvissa um að nokkuð sé að fara að rætast úr efnahagsástandinu í heiminum. 13.11.2008 07:21
Norges Bank reiknar með að IMF standi við samkomulagið Seðlabanki Noregs (Norges Bank) reiknar með því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) standi við samkomulag við Ísland um lán upp á rúma 2 milljarða dollara. 12.11.2008 17:00
Ikea-kona valin besti forstjóri Svíþjóðar Hún er elskuð, virt og dáð af undirmönnum sínum og því hefur sænska tímaritið Chef ákveðið að kjósa Jeanette Söderberg forstjóra Ikea sem besta forstjóra Svíþjóðar á þessu ári. 12.11.2008 15:25
Gengi Google ekki lægra í þrjú ár Gengi hlutabréfa í bandaríska netleitarrisanum Google fór niður um 300 bandaríkjadala markið á þarlendum hlutabréfamarkaði í dag en það hefur ekki verið lægra síðan síðla árs 2005. 12.11.2008 21:32
Talsvert verðfall á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum féllu verulega á hlutabréfamörkuðum í dag. Fjárfestar þykja afar svartsýnir um horfur í efnahagsmálum auk þess sem ákvörðun stjórnvalda að kaupa ekki verðbréf og aðra vafninga sem hafa brennt stórt gat í efnahagsreikning banka og fjármálafyrirtækja olli miklum vonbrigðum. 12.11.2008 21:16
Hong Kong búar kaupa konunglega klæðskerann Fyrirtækið Hardy Amies, sem er fyrrum opinber klæðskeri Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið selt til fjárfestingarfélags í eigu Hong Kongbúa. Félagið, Li & Fung, keypti Hardy Amies fyrir ótilgreinda upphæð að því er segir í Timesonline. 12.11.2008 16:36
Paulson hættir við að kaupa upp undirmálslán Henry Paulson fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur gert umtalsverðar breytingar á 700 milljarða dollara björgunarpakka Bandaríkjastjórnar. Hætt er við áform um að kaup upp svokölluð undirmálslán á fasteignamarkaðinum. Í staðinn á að létta undir með öðrum lánum bandarískra neytenda. 12.11.2008 15:56
Búið að leysa fiskkarakreppuna á Vestfjörðum Flutningur á fiskikörum til Vestfjarða er aftur kominn í samt horf eftir að forsvarsmenn Umbúðamiðlunar, Samskipa, Eimskipa og fiskmarkaða sátu fund í gærkvöldi og ákváðu að reyna að vinna að lausn á þeim vanda sem skapaðist. 12.11.2008 14:47