Viðskipti erlent

Breskir Edge-reikningar virkir í mánuð eftir lokun

Netreikningar Edge hjá Kaupþingi í Bretlandi voru virkir og í notkun í tæpan mánuð eftir að bresk stjórnvöld höfðu yfirtekið bankann og stöðvað viðskipti hans. Ernst & Young sem skipa skilanefnd Kauðpþings í Bretlandi kenna "tölvumistökum" um þetta.

Bresk stjórnvöld yfirtóku Kaupþing í Bretlandi þann 8. október s.l.. Hinsvegar gátu eigendur Edge-reikninga millifært upphæðir til og frá af þeim allt fram til 6. nóvember. Hinsvegar var ekki hægt að stofna nýja reikninga eftir 8, október. BBC greinir frá þessu.

Í ljós hefur komið að 2.300 viðskiptavinir Edge gátu áfram millifært frá venjulegum reikningum sínum yfir á Edge-reikinga sína en þeir gáfu mun betri ávöxtun eða 7,5% á móti rúmlega 4% á venjulegum reikningum í Bretlandi.

Það sem flækir þetta mál er að daginn eftir að bresk stjórnvöld tóku Kaupþing yfir voru allir Edge-reikningar bankans fluttir yfir til ING Direct bankans án taps fyrir eigendur reikninganna.

Ernst & Young hafa beðið afsökunnar á þessum tölvumistökum en samkvæmt tölvupósti frá þeim reyndist ekki unnt að aftengja tölvukerfið sem keyrði Edge í Bretlandi fyrr en 6. nóvember.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×