Viðskipti erlent

Hong Kong búar kaupa konunglega klæðskerann

Fyrirtækið Hardy Amies, sem er fyrrum opinber klæðskeri Elísabetar Bretadrottningar, hefur verið selt til fjárfestingarfélags í eigu Hong Kongbúa. Félagið, Li & Fung, keypti Hardy Amies fyrir ótilgreinda upphæð að því er segir í Timesonline.

Það var dótturfélag Li & Fung í Evrópu sem festi kaup á Hardy Amies en félagið hefur sérhæft sig í kaupum á tískufyrirtækjum víða um heim.

Hardy Amies varð gjaldþrota í síðasta mánuði eftir að fjárfestingarfélagið Arev neitaði Hardy um frekari lánafyrirgreiðslu. Arev er í eigu Jóns Scheving Thorsteinssonar fyrrum forstjóra Baugs í Bretlandi.

Arev var einn af stærstu hluthöfunum í Hardy Amies en fyrirtækið var stofnað af Sir Hardy Amies í lok seinni heimstryjaldarinnar. Árið 1955 varð Hardy svo opinber klæðskeri Bretadrottningar og hélt þeim titli til 1990.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×