Viðskipti erlent

IMF viðurkennir að Icesave-deilan tefji afgreiðslu lánsins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins viðurkenndi í gærkvöldi að það væri Icesave-deilan sem tefði afgreiðsluna við aðstoð við Íslendinga. Hann sagði á blaðamannafundi að viðræður stæðu yfir um nokkur mál, þar á meðal um skyldur Íslands vegna erlendra innstæðna í bönkunum þremur sem ríkið tók yfir í haust.



Á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal er haft eftir Geir H. Haarde forsætisráðherra að hann vonist til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn staðfesti í næstu viku þann lánapakka sem sendinefnd sjóðsins samdi um við íslensk stjórnvöld í lok síðasta mánaðar. Þar segir hann enn fremur að sjóðurinn þurfi að fá staðfestingu á því að Íslendingar verði ekki einir á báti og að hlutirnir séu smátt og smátt að ganga upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×