Viðskipti erlent

Kaupthing Finans í Svíþjóð selt til Resurs Bank -

Kaupþing í Sviþjóð hefur selt Kaupthing Finans AB til Resurs Bank. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Samkvæmt frétt Reuters um málið segir að hjá Kaupthing Finans hafi starfað 30 manns og að félagið hafi starfað í Finnlandi og Noregi auk Svíþjóðar.

Móðurfélagið Kaupthing AB er sjálft til sölu en það hefur neyðst til að fá lán hjá sænska seðlabankanum að því er segir á Reuters.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×