Viðskipti erlent

Formlega skollin á kreppa á evrusvæðinu

MYND/AP

Kreppa er formlega hafin á evrusvæðinu eftir að nýjar hagtölur sýndu að 0,2 prósenta samdráttur varð í efnahagslífi evrulandanna 15 á þriðja ársfjórðungi.

Þetta er annan ársfjórðunginn í röð sem samdráttur verður í þeim löndum sem hafa evru sem gjaldmiðil og samkvæmt skilgreiningu er skollin á kreppa ef samdráttur verður tvo ársfjórðunga í röð. Búist var við þessu enda hafa tölur frá Þýskalandi og Ítalíu, tveggja stærstu evrulandanna, sýnt að kreppa væri í vændum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×