Viðskipti erlent

Dexia bankin tapar 30 milljörðum á íslensku bönkunum

Fransk-belgíski bankinn Dexia skilar gríðarlegu tapi á þriðja ársfjórðungi og þarf af tapar bankinn 188 milljónm evra eða um 30 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna.

Samtals nemur tap Dexia á fjórðungnum 1,5 milljarði evra og munur þar einna mestu um mikið tap á gjaldþroti Lehman Brothers. Sökum tapsins neyðist Dexia m.a. til að selja eitt af dótturfélögum sínum, FSA, í Bandaríkjunum.

Dexia hefur tvisvar þurft að leita ásjár stjórnvalda í Belgíu, Frakklandi og Luxemborg á síðustu mánuðum. Hafa þessi stjórnvöld lagt bankanum til um 9 milljarða evra frá því í september.

Og útlitið er ekki gott framundan því Dexia býst við taprekstri á fjórða ársfjórðung.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×