Viðskipti erlent

Hann tapar 15.000 kr, á hverri sekúndu

Spilavítaeigandinn Sheldon Adelson er sá Bandaríkjamaður sem tapað hefur mestum fjármunum í sögu landsins. Á hverri sekúndu ársins í ár hefur Sheldon tapað 15.000 kr..

Þetta kemur fram í blaðinu Wall Street Journal. Sheldon sem m.a. á hið fræga Las Vegas Sands spilavíti auk fleiri spilavíta og hótela hefur tapað um 30 milljörðum dollara í ár eða um 4.000 milljörðum kr..

Tap hans á hverjum degi hefur því numið 1.200 milljónum kr., rúmlega 50 milljónum kr. á klukkutíma, tæplega milljón á mínútu og því 15.000 kr. á sekúndu.

Sheldon sem áður prýddi listann yfir 10 ríkustu menn Bandaríkjanna hefur tapað 93% af auðæfum sínum í ár sökum fjármálakreppunnar og minnkandi aðsóknar að spilavítum sínum.

Reikna má með að meðan þú hefur lesið þessa frétt hefur Sheldon tapað ca. hálfri milljón kr..








Fleiri fréttir

Sjá meira


×