Viðskipti erlent

Engin bónus til Goldman Sachs toppanna í ár

Lloyd Blankfein aðalforstjóri Goldman Sachs og sex aðrir af æðstu stjórnendum bankans munu ekki fá greidda neina bónusa í ár. Þetta ákváðu stjórarnir sjálfir að höfðu samráði við bónusnefnd bankans.

Lucas Van Praag talsmaður bankans segir í samtali við CNN að stjórarnir hafi ákveðið þetta..."því þeir töldu þetta rétta ákvörðun í stöðunni," eins og Praag orðar það.

Niðurstaðan er engir bónusar, engin hlutabréf og engir kaupréttarsamningar fyrir stjórann sjö í ár. Þeir munu aðeins fá greidd hefðbundin laun sín.

Á síðasta ári er talið að Blankfein hafi fengið 54 milljónir dollara í bónusa, hlutabréf og kaupréttarsaminga. Upphæðin samsvarar tæpum 8 milljörðum kr.. Til samanburðar voru hefðbundin laun hans á síðasta ári 600.000 dollarar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×