Viðskipti erlent

Viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs

Samkvæmt frétt í The Times eru viðræður enn í gangi milli Philip Green og Baugs í Bretlandi um kaup á eignum/skuldum Baugs þar í landi. Talið er að Green hafi næst áhuga á að eignast Mosaic Fashions.

Sem kunnugt er af fréttum keypti Green 28,5% hlut í Moss Bros í gærdag og greiddi 6,7 milljónir punda fyrir eða um 1,4 milljarð kr. Verðið var 40% yfir gengi hlutabréfa í Moss Bros.

Philip Green segir í samtali við The Times að viðræður við Baug séu stöðugt í gangi en ekki sé verið að ræða neina ákveðna hluti í augnablikinu.

Times telur að Green hafi mikinn áhuga á að eignast Mosaic Fashion en innan þess félags eru Coast, Oasis og Karen Millen. Hinsvegar sé ljóst að hann sitji ekki einn að þeirri köku því fjárfestar á borð við TPG og Alchemy Partners hafa einnig áhuga á að kaupa Mosaic.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×