Viðskipti erlent

Samþykkti viljayfirlýsing um byggingu netþjónabús á Grundartanga

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt viljayfirlýsingu við Greenstone, um úthlutun lóðar á Grundartanga, en fyrirtækið vinnur að því að byggja netþjónabú á svæðinu.

Í tilkynningu um málið segir að lóð Greenstone yrði um 80.000 fermetrar og mjög áhugaverð og mikilvæg viðbóta við starfsemina á Grundartanga ef af verður.

Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. í morgun var m.a. fjallað um nýtt deiliskipulag á Grundartanga og viljayfirlýsingu við Greenstone um byggingu netþjónabús.

Varðandi nýtt deiliskupag á Grundartanga þá felur samþykkt stjórnar Faxaflóahafna sf. í sér að þau drög sem nú liggja fyrir verða send sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar til umfjöllunar en deiliskipulagið hefur verið unnið í mjög góðri samvinnu við hana.

Um er að ræða deiliskipulagningu á um 153 ha. svæði með um 100 lóðum af ýmsum stærðum. Lóðirnar eru frá 3300 fermetrar upp í 80.000 fermrar að stærð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar fengið úthlutað lóð á Grundartanga, en með nýju deiliskipulagi er svæðið í stakk búið að taka við starfsemi fyrirtækja af ýmsum gerðum og stærðum. reikna má með að samþykkti deiliskipulag liggi fyrir á fyrri hluta næsta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×