Viðskipti erlent

Kreppa er skollin á í Japan

Kreppa er nú skollin á í Japan, næststærsta hagkerfi heimsins. Hagvöxtur í landinu hefur verið neikvæður tvo ársfjórðunga í röð. Landsframleiðslan drógt saman á þriðja ársfjóðung um 0,4% en spár höfðu gert ráð fyrir 0,1% vexti.

Kreppa í Japan gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins að því er segir á Bloomberg-fréttaveitunni og gert það að verkum að hin alþjóðlega fjármálakreppa verði dýpri en áður var talið.

"Þetta mun aðeins fara versnandi," segir Masamichi Adachi hagfræðingur hjá JP Morgan í Tokyo. "Japan gæti verið að sigla inn í verstu kreppu sína á undanförnum áratug þar sem að alþjóða fjármálakreppan hefur dregið úr eftirspurn utan landsins."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×