Viðskipti erlent

Danski seðlabankinn íhugar að framlengja gjaldmiðlasamningi

Danski seðlabankinn, Nationalbank, íhugar nú að framlengja gjaldmiðlaskiptasamningi sínum við Ísland.

Samningurinn var gerður í vor og gildir til áramóta. Vefsíðan business.dk hefur þetta eftir talsmanni seðlabankans í dag. Þar er greint frá því að gerðir voru gjaldmiðlaskiptasamningar við þrjá seðlabanka á Norðurlöndunum í vor og var hver um sig upp á 500 milljónir evra.

Fram kemur í fréttinni að Ísland hafi þegar nýtt sér 200 milljónir evra af heimild sinni hjá Seðlabanka Danmerkur. Þegar talsmaður bankans var spurður um frekari aðstoð til Íslands neitaði hann að tjá sig um málið.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×